Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 82
80
HÚNAVAKA
Nú var farið að búast um til næturdvalar. Við Lárus fluttum
tjaldið okkar út fyrir Búðará og þar reistu þeir félagar annað, sem
þeir höfðu meðferðis. Var nú soðið spikfeitt hangikjöt frá Kal-
mannstungu, því að hvorki var til fugl eða silungur. Eftir góða mál-
tíð var lagst til svefns og var þá orðið áliðið og myrkt.
Morguninn eftir fóru allir á kreik með fyrstu skímu, því að í dag
átti að komast alla leið norður í Vatnsdal hvað sem tautaði. Veður
var enn ágætt. Guðmundur fór að kveikja á prímusnum, við Lárus
að taka út hestana og leggja á þá og svo var allt dótið tekið saman.
Þegar orðið var vel hálfbjart fóru þeir Kjartan og Guðmann með
veiðistengur sínar og dorgaði annar í Búðará, en hinn í Skammá.
Nú var silungurinn einna eftirlátastur, því að þrír létu narrast til
að bíta á og varð það þeirra bani. Heldur voru þeir roggnir og veiði-
mannslegir, þegar þeir komu með veiðina samanbundna í kippu.
Ekki voru klárarnir rólegir fremur en kvöldið áður. Máttum við
ekki af þeim líta og urðum síðast að tjóðra þá við steina til að hafa
frið til að ganga frá tjaldinu og föggum okkar.
Þegar við höfðum borðað og drukkið kaffi var allur farangurinn
borinn á bílinn og búið um sem bezt. Þegar klukkan var 15 mínútur
yfir 7 var allt tilbúið, ferðabæn lesin og haldið af stað.
Búðará var hálf slæm yfirferðar, en þó þurfti ekkert að laga þar
til. Svo var haldið beint í Sandhornið og var þar hægt að þræða milli
stórgrýtis og hárra ása. Við Lárus riðum á undan til að leita uppi
skástu leiðina og var bezt að fara sem vestast. Þegar kom talsvert
upp í Sandjaðarinn vorum við svo heppnir að finna gamla Sand-
veginn, sem við fórum suður, en týndum alllangt fyrir vestan Blá-
fell. Var hann nyjög óglöggur víðast og miklu verri en norðar á
Sandinum. Þó reyndist bezt að halda honum sem mest og var það
auðvelt með því að ríða dálítið á undan bílnum. Þarna var þó held-
ur seinfarið, en hvergi þurfti að stanza til að gera vegarbót, því að
þar sem stórgrýti var mest, hafði verið rutt svo vel, að það var alls-
staðar nógu breitt fyrir bílinn, og munaði það miklu. Eftir alllanga
leið, tók við sléttur og nokkuð þéttur sandur, og var þar farið með
ferð mikilli, svo að hestar og hestamenn drógust aftur úr. Voru þó
hvorir tveggja fullir áhuga að komast sem fyrst.
Ekki var stanzað fyrr en við Ólafsvörður, sem eru vestur af Blá-
felli. Við vissum reyndar ekki þá hvað staðurinn hét og gáfum hon-
um því nafnið Hellugerði, vegna þess að þarna er dálítið holt og er