Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 40
38
HÚNAVAKA
Á síðari hluta starfstímabilsins verða verkefnin fjölbreyttari. Er
það eðlilegt með breyttum samgöngum og margvíslegum breyting-
um á þjóðfélagsháttum. Ræðumennska er sem fyrr verðugt viðfangs-
efni bæði ungmennafélaga og Ungmennasambandsins, en íþróttir
verða æ mikilvirkara viðfangsefni eftir því sem árin líða.
Þegar kemur fram yfir 1950 hefst blómaskeið fyrir húnvetnska
íþróttamenn. Eru þá haldin fjölmörg íþróttamót bæði hér heima
og í samstarfi við önnur héraðssambönd. Ná íþróttamenn héðan þá
oft góðum árangri. Örfáar keppnir ætla ég að nefna, héraðakeppni
við Dalamenn 1953, Strandamenn 1956, ’57, og ’58, er U.S.A.H.
vann allar, Borgfirðinga 1960 og keppni við Ungmennasamband
Vestur-Húnvetninga, er farið hefur fram nær árlega síðan 1965, og
Skagfirðinga síðan 1967.
Fleira væri liægt að nefna. IJá má ekki gleyma fjölmörgum Meist-
aramótum Norðurlands, er íþróttafólk héðan hefur tekið þátt í og
oft náð góðum árangri. Sambandið hefur á mótum þessum eignast
allmarga Norðurlandsmeistara. Þá hefur Sambandið sent lið á
Landsmót U.M.F.Í. og hefur íþróttafólk þess oft náð þar góðum ár-
angri, og framkoma íþróttafólksins ætíð verið héraði sínu til sóma.
Þess má geta, að á Landsmótið á Sauðárkróki 1971 sendi U.S.A.H.
allfjölmennan hóp íþróttafólks, er mætti í nýjum íþróttabúningum
í skrúðgöngu við setningarathöfn. Búningar þessir voru hinir fall-
egustu og að sjálfsögðu merktir Sambandinu, vakti þetta verðskidd-
aða athygli og var birt mynd af flokknum á jólakorti U.M.F.Í. það
ár.
Stærsta verkefni Ungmennasambnndsins hér heima fyrir á sviði
íþróttamála liygg ég að liafi verið framkvæmd meistaramóts Norð-
urlands, er fram fór dagana 22. og 23. ág. á Blcinduósi sumarið 1970.
Þetta var mikil framkvæmd og fc>rst hún Sambandsstjórn og öðrum
stjchnendum stórvel úr hendi. Ungmennasamband Fyjafjarðar varð
sigurvegari á þessu móti, en U.S.A.H. varð í öðru sæti og var það
betri árangur en bjartsýnustu menn þorðu að vona.
Knattspyrna liefur verið iðkuð allmikið hér í sýslu. Nokkuð hef-
ur verið keppt á vegum Ungmennasambandsins utan héraðs.
Fkki má skilja svo við íþróttaþáttinn að ekki sé minnst á „skák-
ina“. Það hefur löngum þótt góð og þroskandi íþrótt að sitja að tafli
og beita huga að stjórnun taflmannanna á borðinu. Húnvetningar
hafa trúlega stundað skák um langan tíma, og marga ágæta skák-