Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 22
20
HÚNAVAKA
Þórir vorum góðir kunningjar. Hann segir mér, að ákveðið sé að
byggja mjólkurstöð á Blönduósi, sem hann sé að teikna. Menn, sem
eigi að sjá um ráðninguna, séu til viðtals á Hótel Vík. Ert þú að
hugsa um að fara norður, spyr Þórir. Já, ef til vill í nokkurs konar
sumarfrí. Blessaður gerðu það. Ég skal gefa þér meðmæli.
Hann skrifar bréf í livelli, sem ég fer með á Hótel Vík og hitti þar
jón S. Baldurs kaupfélagsstjóra og Runólf Björnsson á Kornsá. Þeir
segja mér að koma klukkan 3 daginn eftir, því að það séu fleiri um-
sóknir. Þá mæta 6 umsækjendur, en enginn þeirra lagði fram með-
mæli. Jón og Runólfur þekktu mig ekki neitt. Þeir trúðu Þóri og
vildu semja við mig. Það verður úr að ég geri samning við þá um
að mæta fyrir norðan 1. maí 1946.
ÞEIR GÁFU MÉR OFT 10 AURA
Hvaðan ert þú œttaður?
Ég er Austfirðingur, fæddur á Krossi í Fellum 13. febrúar 1903.
Foreldrar mínir voru Gunnar Sigfússon og Anna Jórunn Jónsdótt-
ir. Þegar ég var tveggja ára fluttu þau í Mjóafjörð. Byggði pabbi ný-
býlið Völvuholt, á jarðarskika, sem hann fékk úr Fjarðarlandi.
Sveinn alþm. í Firði var frændi móður minnar. Við systkinin vorum
11, þó að nú séum við ekki nema 4 lifandi. Þarna ólst ég upp. Þá
var enginn nýbýlastyrkurinn og þetta var rýrðarkot. Pabbi lifði aðal-
lega á vinnu í hvalstöðinni.
Var hvalstöð þarna?
Já, þær voru tvær í Mjóafirði, önnur á Asknesi, hin inni í firði.
Ég held það hafi verið um aldamótin, sem Norðmenn settu hval-
stöðvarnar á stofn. Þær störfuðu fram til 1914. Þá fluttu þeir þær
til Afríku.
Ég var aðeins á 11. árinu, þegar ég fór að vinna í hvalstöðinni. Þá
unnu jrarna um 180 menn, aðallega Norðmenn. Þó voru þarna um
40 íslendingar, þegar þeir voru flestir. Norðmenn gerðu út 5 hval-
veiðibáta. Hvalinn skáru þeir og bræddu, möluðu beinin í hval-
mjöl og seldu töluvert af hval, t. d. upp á Hérað.
Eingöngu karlmenn unnu þarna, flestir milli tvítugs og fertugs.
Þó var yngsti maðurinn, annar en ég, 18 ára Norðmaður.
Mér leiddist þarna, en þótti þó verst að þurfa að vera út í stöð