Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 177
HÚNAVAKA
175
bændum, enda stóð rúningur
yfir og spretta víða heldur
skammt á veg komin. Nokkuð
dróst að sláttur byrjaði, eða allt
fram um 10,—15. júlí. Um
þriggja vikna skeið var afar
skúrasamt með miklum hlýind-
um, hey hröktust og heyskapur
gekk hægt.
Síðast í júlí og fyrst í ágúst
komu einu samfelldu þurrkar
heyskapartímans. í rúmlega hálf-
an mánuð mátti segja að 'hey
hirtust eftir hendinni. Var hey-
skapur alls staðar vel á vegi í lok
þess kafla og víða langt kominn.
Það sem eftir var sláttar var tíð
afar vætusöm, þó að annað slagið
kæmu þurrkdagar. Dróst á lang-
inn að ljúka hirðingu, enda hey-
magn mun meira en venjulega.
Var heyskap víða ekki lokið fyrr
en um og eftir réttir. Hlöður
fylltust, svo að setja varð mikið
hey í fúlgur á flestum bæjum.
Nýting heyja varð mjög misjöfn,
þar sem gras spratt víða úr sér,
og heyið velktist síðan í óþurrk-
unum.
Þótt sumarið væri úrkomu-
samt var það afar hlýtt, svo að
úthagi var í jafnri sprettu. Frost-
nætur komu þó í þurrkakaflan-
um í ágústbyrjun og smáhret
gerði snemma í september. Brá
þó fljótt til hlýinda á ný. Var
gott veður í göngum og gengu
þær vel. Dilkar reyndust með
vænsta móti til frálags, og héldu
vel þunga til loka sláturtíðar.
Fjölgun búfjár varð veruleg við
ásetning á haustnóttum, enda
um fækkun að ræða flest undan-
farin ár vegna takmarkaðrar hey-
öflunar.
Haustið var votviðrasamt, en
hlýtt til veturnótta. Kom þá
snjóföl á jörð, kólnaði nokkuð
og kýr fóru á fulla gjöf. Föstu-
daginn 27. okt. gekk í illviðri,
norðan storm með bleytuhríð.
Varð af því veðri mikið tjón,
vegna ísingar á raflínum í hérað-
inu vestanverðu.
Veturinn til áramóta var afar
umhleypingasamur, en mildur
og aldrei veruleg frost. Samfelld
hríðarveður voru frá 9. nóv. í
rúmlega vikutíma, þótt sjaldan
væri stórhríð. Setti niður mikinn
snjó, sérstaklega í Langadal og
öllum norðurhluta héraðsins
austan Blöndu. Fram til dala var
mun minni snjór og rólegri veð-
ur. Erfitt var að halda vegum
opnum, því að stöðugt skóf í
þær slóðir, sem mokaðar voru.
Allt sauðfé kom á gjöf þegar tíð
versnaði í nóvember, og sum-
staðar fljótlega eftir veturnætur.
Var yfirleitt lítið beitt í um-
hleypingunum, þó að víðast
væri ágæt jörð.
Um miðjan desember kom
góð hláka, og tók þá snjóinn