Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 94
92
HÚNAVAKA
ofninum og tilkynnti um leið hátt og snjallt, svo að allir máttu
heyra, að þessi kona væri frátekin. Og því mótmælti enginn. Svo fór
hann út og var anzi lengi í burtu. Konan beið alltaf á bak við ofn-
inn og var orðin æði rjóð þegar karl kom inn. Rauk rnikið upp af
henni, þegar þau hófu dansinn á nýjan leik og var mikið hlegið.
Ýmislegt fleira mætti segja um þennan vetur, en þetta er nú orð-
ið nokkuð langt, svo að ég fer að slá botninn í þetta. Þó má ég
ekki skilja svo við þetta spjall að ég segi ekki lítillega frá heim-
ferðinni úr skólanum. Þegar skólanum hafði verið slitið, fóru nem-
endurnir að tínast hver til síns heima. Ég var eini Strandamaður-
inn þarna, það er að segja úr Strandasýslu, og átti því óhægast uin
vik að komast heim vegna samgangna. Því var það að ráði, að ég
yrði samferða strák, sem hét Albert Kristjánsson og átti heima í
Fnrufirði á Ströndum, og skyldi farið yfir Drangajökul. Það var svo
ráðið að fyrrnefndur vinur minn Sæmundur slægist í för með okk-
ur ásamt Kristjáni frá Skjaldfönn. Skyldum við skólapiltar koma
að Skjaldfönn ákveðinn dag og halda þaðan á jökulinn.
Við komum að Skjaldfönn tiltekinn dag og daginn eftir var farið
af stað snemma nm morguninn. Þegar upp í jökulinn kom, var kom-
ið vitlaust veður og þýddi ekki annað en að snúa við. Daginn eftir
fórum við svo yfir Kaldalón og út að Bæjum á Snæfjallaströnd.
Þaðan var svo haldið á jökulinn daginn eftir og þá fylgdi okkur
maður frá Bæjum upp á hájökul í bezta veðri. Við vorurn rúma þrjá
tíma upp, en meðan við stönzuðum þar skellti á gráhvítri þoku, svo
að ekki sást út úr augunum. Fylgdarmaður okkar hafði áttavita með
sér, en gat ekki lánað okkur hann, en sýndi okkur hver stefnan væri
á Furufjiirð og áttum við að reyna að halda henni. Þaðan var talin
þriggja tíma ferð eftir. Við vorum allir á skíðum og undan brekk-
unni að fara, svo að þetta sýndist ekki mikill vandi. F.n það fór
öðruvísi en við ætluðum. Það var lagt af stað,.og strákurinn úr Furu-
lirði á undan. Hann var með trétiisku með járnslegnum hornum,
sem hann hafði smíðað um veturinn. Þessa tösku hafði hann á bak-
inu og poka í fyrir.
Hann rennir sér af stað út í þokuna og niður fyrstu brekkuna
sem var nokkuð brött og við í röð á eftir. Þegar hann kemur niður
í miðja brekku dettur hann og járnhornið á tiiskunni slæst í haus-
inn á honum og hann liggur þarna í roti. Við fórum að reyna að
stumra yfir honum, leystum af honum dótið. Við sáum að hann