Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 73
HÚNAVAKA
71
ið. Dálítið var farið að bregða birtu. Brátt héldum við aftur af stað
og var hugmyndin að hafa upp á hinum forna Sandvegi, er sumir
kalla Skagfirðingaveg. Hann liggur upp með Tröllagili sunnan við
Svínafell og sunnan við Grettishæð. Vegur þessi er víðast hvar horf-
inn austan til á Sandinum, en sér þó á stöku stað fyrir honum. Við
vorum báðir ókunnugir á Sandinum þegar kom svona vestarlega á
hann. Þó mundi ég eftir því að í fyrsta sinn, er ég fór í göngur fyrir
20 árum hafði ég séð glöggan veg einhversstaðar um þessar stöðvar
og mundi eftir melhól, sem vegurinn lá yfir. Þar var stór grjóthrúga
eins og hrunin varða og beinahrúga úr hrossi við hana. Við hittum
einmitt á þennan stað og héldum veginum í suðvestur, sem er þarna
á löngum kafla vel glöggur eða talsvert vestur fyrir Bláfell, en úr
því fer hann að slitna mjög í sundur. Þarna á löngum kafla er sand-
urinn svo fínn og sléttur að ruðningur hefur víða enginn verið.
Við létum nú stíga greitt, þar sem vegur var ágætur, en orðið var
það dimmt að við áttum erfitt með að halda veginum, en hittum
hann þó annað slagið. Að síðustu týndum við honum þó alveg og
kom það í ljós að við höfðum lent of sunnarlega. Hættum við þá að
hugsa um veginn, en tókum stefnuna sem næst því er við álitum
vera til Arnarvatns. Var þarna slæmur vegur, stórgrýtt og mishæð-
ótt. Loks höfðum við okkur úr þessum óveg, en sáum fljótt að við
urðum að halda til norðurs til þess að komast fyrir stóra flá er á vegi
okkar varð. Hittum við á götur miklar, er lágu meðfram flánni og
fylgdum þeim um stund og von bráðar fundum við Búðará, sem á
upptök sín vestast í Sandinum og rennur í Arnarvatn að austan, og
eftir litla stund sáum við Arnarvatn hið mikla.
Var þá farið að skima eftir tjaldi og bíl, en hvorugt sást og reynd-
ust þeir Guðmundur ókomnir. Klukkan var nú rúmlega 11. Sprett-
um við af hestunum í snatri og heftum þá skammt frá okkur sunnan
við Skammá, en hún kemur úr Réttarvatni, sem er litlu sunnar og
fellur í Arnarvatn að austan, stuttu sunnar en Búðará.
Við reistum tjaldið á bakka Skammár að sunnan, bárum inn fögg-
ur okkar og lögðumst strax til svefns, án þess að taka bita. Þá var
klukkan 12 á miðnætti. Komið var logn og blíðskaparveður, en á
leiðinni fram Sandinn fengum við allhvasst á suðvestan. Ég verð að
geta þess hér, að ég hafði aldrei komið til Arnarvatns fyrr, en oft og
mörgum sinnum til Réttarvatns í göngum. Ekki er lengra en sem
svarar bæjarleið milli vatnanna. Svæði það, er við Vatnsdælingar