Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 72
70
HÚNAVAKA
Guðmundur hafði nýlega komið að Grímstungu til þess að ræða
þetta fyrirhugaða ferðalag við Lárus, sem er flestum mönnum kunn-
ugri á heiðuni uppi. Höfðu þeir þá gert ýmsar áætlanir og þar á
meðal að Guðmundur skyldi koma til Arnarvatns sunnudagskvöldið
25. ágúst. Átti hann samt að láta Lárus vita nánar áður en lagt yrði
af stað, svo að ekkert væri í óvissu. Við Lárus ætluðum að leggja af
stað snemma á sunnudagsmorgun og hafa góðan tíma til þess að
athuga leiðina fyrir bílinn sem bezt.
Föstudagur og laugardagur líða og ekkert heyrist frá Guðmundi.
Lárus heldur þá að eitthvað hafi komið í spilið og ekkert muni
verða af þessu og ég hætti að gera ráð fyrir nokkru ferðalagi, því að
urn hásláttinn er maður óvanur að stökkva upp og fara að leika sér
á virkum dögum. Þó stóð þannig á í þetta sinn, að ég var hættur
heyskap í bili, hafði lokið að hirða tún og heyja það á engi, sem ég
ætlaði og var að bíða eftir að háin yrði það sprottin, að ég gæti farið
að slá hana. En hjá Lárusi var þannig ástatt, að hann var handlama
eftir handleggsbrot fyrr um sumarið og gat því ekki sinnt heyskap.
Nú líða sunnudagur og mánudagur og ekkert heyrist frá Guð-
mundi, en um hádegi á þriðjudag er símað til Lárusar frá Reykja-
vík, að hann liafi lagt af stað snemma um morguninn og ætli sér að
komast til Arnarvatns um kvöldið. Nú var ekki gott í efni. Þannig
stóð á í Grímstungu að það átti að slátra fjölda hrossa þar og senda
til Akureyrar í vikunni og var öllu ráðstafað þannig að ekkert mátti
breytast frá jreirri áætlun. Einnig vorum við ótilbúnir á allar lundir
að fara svo fyrirvaralaust. Ég hafði lofað að vinna annars staðar dag-
inn eftir og varð að afturkalla jrað, sent kom sér illa.
Jæja, ekki er að orðlengja það, en klukkan f5 mínútur yfir 4 lögð-
um við af stað frá Grímstungu, léttir lund í ágætu veðri, með sinn
töskuhestinn hvor í taumi. Létum við stíga létt eftir að kom upp á
Tunguna. Fórum við fram um vestasta hlið, sem er á heiðargirð-
ingunni, til að gera við grindina í jrví, en rnerar Einars á Hjalla-
landi höfðu gengið þar um, nóttina áður og skilið eftir opið. Tafði
Jretta okkur dálítið.
Við fórum fram Kvíslatungur og miðheiði, þar sem við álitum
helzt fært fyrir bílinn. Klárarnir svituðu allmikið enda orðnir digrir
eftir sumarfríið á hálsum uppi. Eftir fjögurra klukkutíma allhraða
ferð vorum við fyrir vestan Grettishæð á Sandi og höfðunt jrá ekki
áð nema tvisvar, fáeinar mínútur í senn, fyrir utan dvölina við hlið-