Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 127
HÚNAVAKA
125
Það liðu dagar og vikur, gamli maðurinn gegndi skyldustörfum
sínum eins og vanalega. Svo var það síðasta daginn í ágústmánuði,
að Gústi gamli átti afmæli. Þennan dag varð hann 77 ára. Það var
ekkert mjög hár aldur, en samt sem áður fannst honum hann vera
orðinn fjörgamall. Eftir að hafa lokið skyldustörfum sínum þennan
dag, lagði hann sig eins og vanalega. Allt í einu vaknaði hann, hon-
um fannst hann vera eitthvað skrýtinn. Hann seildist eftir tóbaks-
krukkunni sinni, og fékk sér í nefið. Hann missti mikið á gólfið, en
það var engin nýlunda. Þegar komið var með matinn til hans, var
hann farinn að tala í óráði, og er vinnukonan ætlaði að hjálpa hon-
um að borða, skellti hann höndinni niður í diskinn, svo að allt
skvettist út. Öðru hvoru bráði af honum, og heimtaði hann þá tó-
bak. — Bara tóbakið gæti hresst hann. Læknir var ekki á þessum
slóðum, enda óþarfi að kosta til slíks, sagði fólkið, hann hefur sjálf-
sagt fengið slag, og það tekur oftast fljótt af tuldraði það við hvert
annað.
í tvo sólarhringa var hann svona, en að morgni hins þriðja dags,
er komið var inn til hans, lá hann hreyfingarlaus. Tvær tóbaks-
krukkur lágu hjá honum, ekkert lífsmark sást með honum. Gústi
var dáinn. Að gömlum sið, var spegill settur við vitin á honum, en
engin móða kom á spegilinn. Þá var fólk öruggt um að Gústi gamli
væri látinn.
Útför Gústa gamla fór hljóðlega fram, fáir voru viðstaddir jarðar-
förina, og engan ættingja átti hann þeirra á meðal. Presturinn veitti
honum blessun sína, og var hann látinn falla í vígða mold.
Hann var fæddur einstæðingur, og fyrir öðrum var hann einn.
Líf hans byggðist á tilverunni frá degi til dags, og enginn saknaði
hans. Vonandi hefur hann fundið blik móður sinnar hinum megin.
En ætli nokkurt tóbak sé þar?