Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 78
76
HÚNAVAKA
kveikti á prímusi og fór að sjóða. Svo heppilega vildi til að lítil upp-
spretta var í sandinum, svona á að giska 300 metra frá bílnum. Var
vatnið ekki meira en það, að aðeins sitraði um lítinn blett og hvarf
það svo. Þarna var hægt að ná í vatn til suðu og drykkjar með því að
grafa smá holu í sandinn. Við hefðum mátt sækja vatnið niður
undir tjörn hefði ekki þessi lind orðið á vegi okkar.
Nú var liðið langt á kvöld og ekki örlaði á þeim, sem fóru niður
að Kalmannstungu, en leiðin er löng og ekki talið vonlaust enn að
þeir kæmu fyrripart nætur. Þegar klukkan var langt gengin 11 fór
ég með hestana niður að tjörn á haga, en þeir höfðu alltaf orðið að
standa án þess að fá strá. Myrkur var fyrir löngu dottið á og þoka að
síga yfir. Hún náði þó ekki nema niður á miðjar hlíðar Eiríksjökuls,
sem stóð þar eins og á verði skammt frá okkur, hár og tignarlegur að
vanda.
Þegar ég kom aftur frá hestunum eftir rúman klukkutíma var
Guðmundur enn að sjóða fuglakjötið. Þegar það hafði soðið sam-
fleytt í 4 klukkutíma var álitið að ekki væri hægt að sjóða það öllu
betur, þó var það enn seigt, en bragðgott. Svo átti að búa til súpu
úr soðinu, en þar sem suðan tók svo langan tíma var það orðið lítið.
Guðmundur var auðsjáanlega vel starfi sínu vaxinn sem kokkur og
líklega vanur að sjóða súpur, því að honum tókst að búa til ljúf-
fenga kraftsúpu, sem hlaut einróma aðdáun allra. Ég er viss um að
hún hefði þótt hinn fínasti veizlumatur á hverju hóteli, að minnsta
kosti á leiðinni frá Blönduósi til Reykjavíkur. Eftir góða máltíð
var farið að laga allt til undir svefninn. Bjuggum við unr okkur á
bílpallinum og gátum legið þar allir fjórir. Tjald var yfir pallinum
á grind og var breitt fyrir að aftan. Allir voru í hvílupokum, svo að
eftir ástæðunr fór ekki illa unr okkur. Klukkan mun hafa verið orð-
in meira en eitt, þegar þessu var öllu lokið og var þá sýnt að þeir fé-
lagar, sem niður fóru, kæmu ekki.
Morguninn eftir, sem var fimmtudagur 29. ágúst og höfuðdagur,
reis Lárus fyrstur upp og mun honum ekki hafa liðið sem bezt unr
nóttina, og sofið lítið. Skreið hann úr poka sínum, fór út og gekk
norður á Sauðafjall hið syðra til að gá að hestunum. Höfðu þeir ekki
hreyft sig um nóttina. Lárus var nú í þungum þönkum út af Akur-
eyrarferðinni. Hann ætlaði að leggja af stað í hana morguninn eftir
snemnra, en sá að hann yrði ekki kominn heim fyrir þann tíma,
nema með því móti að fara strax af stað og á undan. Það þótti hon-