Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 141
HÚNAVAKA
139
skeði ekkert markvert á leiðinni. Þegar ég kom að dyrum pósthúss-
ins á Blönduósi leit ég á klukkuna og var hún þá að ganga sex.
Hitti ég Vilhelm Erlendsson póstmeistara, skilaði honum póstin-
um og sagðist eiga að taka póstinn til Skagastrandar. Hann sýndi
mér póstpokana og sagði að það væri alveg nóg fyrir mig að taka
annan pokann, því að hann sagðist ekki sjá, að ég kæmist með þá
báða úteftir í slíku færi sem nú væri og þurfa að bera þá á bakinu.
Ég sagði Vilhelm að ég væri ekkert hræddur við að taka báða pok-
ana, en ég þyrfti að skreppa frá.
Næst hitti ég Hafstein sparisjóðsstjóra og lét hann fá bréfið. Með-
an ég beið eftir svari skrapp ég til Sigurlaugar Stefánsdóttur, frænku
minnar, en hún var búsett hjá Þuríði Sæmundsen. Borðaði ég lijá
henni kvöldmat. Hafsteinn kom nú til mín með svarbréfið, en hann
var til húsa hjá Þuríði og borðaði þar. — Bréf það sem Hafsteinn
kom með, var stílað á Carl Berndsen og innlagðir peningar, að upp-
hæð 30 þús. krónur og var vel frá bréfinu gengið.
Ég kvaddi nú fólkið og fór á póstlnisið. Þar beið mín maður með
bréf til Kaupfélags Skagstrendinga og bað hann mig að taka það
fyrir sig. Ég neitaði að taka bréfið, sem var margfalt að þyngd, ef
það befði verið vigtað á bréfavigt. Ég sagðist skyldi taka bréfið, ef
hann póstlegði það. Varð nokkurt málaþras út af þessu, þar sem
sýnilegt var, að maðurinn tímdi ekki að borga undir bréfið. — Eg
lét mig ekki og varð hann að fara með bréfið heim aftur.
Vilhelm afhenti mér póstinn og lánaði mér kaðal og batt ég pok-
ana saman, svo að ég gæti borið þá í bak og fyrir. Vilhelm kom nú út
í dyrnar og lyfti pokunum á mig. — Ég kastaði á hann kveðju og
lagði síðan af stað. — Vilhelm sagði við mig, um leið og ég fór, að ég
kæmist aldrei með þetta úteftir.
Klukkan var um 8 þegar ég fór frá Blönduósi. Veður var hið
bezta, hríðarlaust og 5—fi stiga frost. Mér gekk seint að komast upp
brekkuna fyrir utan Blönduós. Það var allt upp í móti og snjórinn
braut um kné. Var ég um tvo og hálfan klukkutíma frá Blönduósi
og upp að Síðu á Refasveit. — Éór ég þangað heim og þáði þar hress-
ingu, bæði mat og kaffi hjá Elínborgu Einarsdóttur og jakobi
Bjarnasyni, enda var ég bæði með bréf og blöð þangað. Á Síðu
stanzaði ég í rúman klukkutíma. Það barst í tal milli okkar Elín-
borgar, að Ernst og Guðrún á Karlsskála ættu geymdar kartöflur á
Síðu. — Ég hafði heyrt hjónin vera að tala um það daginn áður, er