Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 172
170
HÚNAVAKA
foreldrar hans Kristján Kristjánsson, bóndi á Bakka, er var frá
Knútsstöðum í Helgustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og kona
hans, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir frá Akureyri. Henrý var einn 12
systkina. Fór hann að heiman 12 ára gamall til Ludviks Kemps að
Illugastöðum á Laxárdal í Skagafirði. Eftir 4 ár kom hann aftur til
átthaganna og dvaldist þar ávallt síðan. Henrý var vinnumaður á
ýmsum bæjum, en eignaðist síðan ræktunarlönd í Hiifðakaupstað,
átti hross og fé, og mun um skeið hafa verið með fjárflestu mönnum
í Höfðakaupstað.
Henrý þótti afburða verkmaður, duglegur og ósérhlífinn og sláttu-
maður í fremstu röð.
Henrý reisti sér eigi hús, né stofnaði heimili. Var hann ókvæntur
alla æfi og barnlaus. Hann var þó eigi einmana, því að hann átti
mörg systkini og venzlafólk, er vildi honurn vel.
Guðrún Kristjánsdóttir, Sunnubraut 12, Höfðakaupstað, andað-
ist 14. marz á H.A.H.
Hún var fædd 1. júní 1902 í Svalvogum í Dýrafirði. Foreldrar:
Kristján Halldórsson, bóndi og sjómaður og kona hans Guðrún
Jónsdóttir í Svalvogum.
Eigi dvöldu foreldar hennar lengi þar. Þau voru á ýmsum stöðum,
svo sem á Lækjarósi, Kaldá í Önundarfirði og síðast á Kaldeyri.
Guðrún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum. Hún giftist
ung Guðmundi Eriðrikssyni úr Önundarfirði, er var ekkjumaður.
Börn þeirra voru: María í Stykkishólmi, gift Gunnlaugi Kristjáns-
syni, húsasmið. Ólafur, skipasmiður í Höfðakaupstað, kvæntur Guð-
mundu Sigurbrandsdóttur. Kristjana í Reykjavík, gift Sigurði Reyn-
issyni, húsgagnasmið. Jón, rafvirkjameistari í Olafsvík, kvæntur Sig-
urlaugu Jóhannsdóttur.
Þau hjón Guðrún og Guðmundur bjuggu í 16 ár í Efstabóli í Ön-
undarfirði, en fluttust síðan til Flateyrar. Guðmundur rnaður lienn-
ar stundaði alla tíð mikið sjó. Þau hjón komust vel af, þrátt fyrir
harða lífsbaráttu manna þessi ár, er skóp með fólki manndóm og
heiðarleik, samfara árvekni þess að kunna fótum sínum forráð.
Guðrún Kristjánsdóttir var myndarkona, vel verki farin og bú-
sýslukona, er hafði vakandi auga á að þau hjón skulduðu eigi.
Guðrún var mjög hög til handa, er kom vel fram er henni gáfust