Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 205
HÚNAVAKA
203
Vorin eru þó verst, því þá er
klaki oft lengi að fara úr flug-
brautinni og ófært á meðan. Þarf
því skjóta og góða lausn á þess-
um málum, svo að Húnvetning-
ar verði ekki lengur 10—20 ár á
eftir tímanum í fluaísamfföngiim.
Sverrir Kristófersson.
VAXANDI INNFLUTNINGUR.
Síðan 1906 hefur Zophonías
Zophoníasson á Blönduósi rekið
umboðs- og heildverzlun. Fram-
an af flutti fyrirtækið m. a. inn
fóðurbæti, en síðan 1971 hefur
það selt fóðurbæti í umboðssölu
fyrir Fóðurblönduna h.f. Fyrir-
tækið flytur inn notaða bíla frá
Þýzkalandi. Útvörp og önnur
hljómtæki flytur það inn frá
Japan og nam sá innflutningur
á síðasta ári um 10 millj. króna
að söluverðmæti.
Þá hófst á síðasta ári innflutn-
ingur á yfirbyggingum á vöru-
bifreiðar. Eru þær enskar og úr
áli. Þess vegna eru þær mjög létt-
ar, eða um helmingi léttari en
yfirbyggingar smíðaðar úr stáli.
Um endingu þeirra hafði Zop-
honías það að segja, að hún virt-
ist mjög góð og allar líkur bentu
til að hún væri sízt minni en á
öðrum yfirbyggingum. Byggist
það á því að álið er mjög sveigj-
anlegt og því engin hætta á að
það brotni eins og stálinu hættir
ætíð til á vissum stöðum. Þá eru
þessar yfirbyggingar einnig 40—
50% ódýrari. En þó mikið muni
um það er þó aðalkostur þessara
yfirbygginga hve léttar þær eru.
SAMSTARF UM ÞJÓÐHÁTÍÐ 1974.
Á sýslufundi sl. vor, var kosin
nefnd til að undirbúa þjóðhátíð-
arhöld árið 1974 hér í sýslunni.
Fimmtán manns eiga sæti í
henni, ýmist tilnefndir af félaga-
samtökum eða samkvæmt beinni
kosningu. Fyrsta fund sinn hélt
netndin í júní sl., og voru þá
mörkuð frumdrög þeirrar stefnu,
sem fylgt skyldi við undirbúning
og framkvæmdir í tilefni þjóð-
hátíðarinnar 1974.
Stærsta verkefnið sem unnið
er að, er gerð útisamkomusvæðis
í Vatnsdalshólum. Ætlunin er,
að þar verði opin tjaldstæði til
afnota fyrir ferðafólk, en auk
þess haldnar útisamkomur og
mót í framtíðinni. Um þessa
framkvæmd hefur náðzt sam-
komulag við Vestur-Húnvetn-
inga, svo og um að standa sam-
eiginlega að hátíðarsamkomu
þar, sumarið 1974.
Til hægðarauka hefur nefndin
skipt sér í þrjá starfshópa:
a) Hátíðarnefnd, en aðalverk-
efni hennar er framkvæmdir
í Vatnsdalshólum.
b) Sögu- og sýningarnefnd, aðal-