Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 202
200
HÚNAVAKA
bændum þessa lands fækkar stöð-
ugt, og góðar jarðir fara í eyði.
í haust fór vildisjörðin Hafn-
ir á Skaga í eyði. Hún hefur oft
verið talin með meiri hlunninda-
jörðum landsins, en samgöngur
oft erfiðar að vetrarlagi. Bene-
dikt, sonur Jóns Benediktssonar
fyrrum bónda í Höfnum, hefur
búið í Höfnum um nokkurra
ára bil ásarnt konu sinni Guð-
rúnu Blöndal. í haust fluttu þau
til Reykjavíkur. Hvort Hafnir
komast aftur í byggðra býla töhi
er erfitt að spá um, en liitt er
víst, að ótrúlegur spádómur
hefði það þótt fyrir þrjátíu árurn
síðan, að Hal'nir færu í eyði.
KIRKJA.
Aðalsafnaðarfundur Blönduóss-
sóknar var haldinn 13. febrúar.
Rætt var um fyrirhugaða kirkju-
byggingu og nýja girðingu um
kirkjugarð. Kosið var í sóknar-
nefnd og hlutu kosningu frú
Theodóra Berndsen og Grímur
Gíslason. Aðrir í sóknarnefnd
Blönduósssóknar eru: Kristófer
Kristjánsson, Köldukinn, Krist-
inn Pálsson og Ragnar Þórarins-
n n
son, Blönduósi.
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunn-
ar var sunnud. 5. marz. Æsku-
lýðsmessa fór fram í Blönduóss-
kirkju. Sr. Robert Jack, á Tjörn
á Vatnsnesi, prédikaði, en sókn-
arpresturinn, sr. Árni Sigurðs-
son, þjónaði fyrir altari. Stúlka
úr Kvennaskólanum á Blönduósi
las ávarp, en væntanleg ferming-
arbörn lásu guðspjall og pistil.
Fjölmenni var.
Þann 1(>. apríl kom kirkjukór
Melstaðarsóknar í söngför og
söng við guðsþjónustu á Undir-
felli í Vatnsdal, undir stjórn frú
Sigríðar Bjarnadóttur, Melstað.
Sr. Gísli Kolbeins á Melstað pré-
dikaði, en sóknarprestur jrjónaði
fyrir altari. Að lokinni messu var
kórnum haldið samsæti í Flóð-
vangi. Voru þar ræður fluttar og
sungu kirkjukórar Melstaðar- og
Undirfellssókna þar sameigin-
lega.
Sunnudaginn 2. júlí fór l'ram
guðsþjónusta í Hóladómkirkju ;í
vegum Prestafélags Hólastiftis.
Sr. Árni Sigurðsson á Blöndu-
ósi messaði, en kirkjukór Undir-
fellssóknar söng undir stjórn frú
Sigrúnar Grímsdóttur, Saurbæ.
Að lokinni guðsþjónustu heim-
sótti kórinn, ásamt sóknarpresti,
Bænhúsið í Gröf á Höfðastnönd,
Byggðasafnið í Glaumbæ og
Víðimýrarkirkju.
Lét kórfólkið vel af söngför-
inni.
Á liðnu ári var unnið nokkuð
að skipulagningu kirkjugarða og
merkingu leiða á Blönduósi,
Þiugeyrum og Svínavatni.
Laugardaginn 9. og sunnu-