Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 20
18
HÚNAVAKA
— Má vel vera, — margt hefur breytzt, og margt heldur til þess
lakara, eftir tvær heimsstyrjaldir. —
— Látum oss halda fast við gamla, góða siði, landssiði. —
Og að þeim orðum töluðum, kveð ég hana Halldóru, sem enn er
hress, þrátt fyrir mikið starf á langri ævi. Kannski einmitt vegna
Jress, að hún hefur alla tíð fundið ánægju í því starfi, sein hún hefui
verið að vinna að hverju sinni.
Góðar brúðkaupsveizlur.
I>að er fastur siður, að góðar brúðkaupsveizlur hefjist á laugardegi, og jafnan
fara Jrær fram á einhverjum kirkjustað. Standa þær nokkra daga, ef veizlan er
höfðingleg. Sjálf hjónavígslan fer fram á sunnudegi. Þegar líður að veizlulokum
að kvöldi þess dags, ganga konur með brúðina til sængurhúss og afklæða hana
að öllu, nema höfuðbúnaðinum, því að hann á brúðguminn sjálfur að taka af
henni. Þegar karlmennirnir hafa enn setið að drykkju um hríð, koma þeir með
brúðgumann að sængurhúsdyrum, en konur varna þeim inngöngu. Hefja menn
Jrá að bjóða upp á sængina, og verður svo til að haga, að brúðgumi eigi hæsta
boð og sé Jtað sú fjárhæð, er hann í samningum sínum við forráðamenn brúðar-
innar hefur ákveðið að gefa henni í morgungjöf eða sængurgjöf.
Þegar brúðhjónin eru komin í eina sæng, er hjónaskálin borin í sængurhúsið.
Presturinn mælir fyrir skálinni við rúmstokkinn, oggetur það orðið alllöng ræða.
Lýsir hann síðan blessun yfir brúðarsænginni og brúðhjónunum, og að því búnti
er skálin drukkin.
Kattugla á vindhana.
Frá því er sagt 1701 að kattugla hafi sézt á Þingeyrum. Höfðu menn þá ekki
vitað dænii til þess, að sá fugl hefði áður verið jiar um sveitir. Það var að kvöld-
lagi, er hálfrokkið var orðið, að lnin sást sitjandi á vindhana mjölskemmunnar
á staðnum, færði sig síðan vestur á skemmuna, en hvarf svo og sást ekki meir.