Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 81
HÚNAVAKA
79
Þeir félagar fóru að svipast eftir veiði í ánum og höfðu þó ekkert
nema færin ein, þar sem stengurnar týndust. Við Guðmundur fór-
um í að koma bílunum út fyrir árnar, en það sýndist ekki sem álit-
legast alls staðar. Þó gekk það eins og í sögu, aðeins þurfti að kasta
til fáeinum steinum í ánum.
Það var ákveðið að vera við Arnarvatn um nóttina og litast aðeins
um, því að veður var gott eins og áður. Byrjað var þó á að fara í
skotæfingar og sett upp mörk, bæði flöskur og dósir, sem nóg var
þarna af og allt var það skotið niður. Þá var aftur farið að reyna við
silungana og nú fundum við nokkra í hóp í Búðará, líklega 10—15
stykki og voru þeir allir stórir. Þeir földu sig undir bökkum, þar sem
djúpt var. Var reynt að seilast eftir þeim, en það tókst ekki heldur.
Þótti Guðmundi hægt ganga veiðin, svo að hann snarast úr öllum
fötunum og veður útí og kafar meðfram bökkunum. Allt kom fyrir
ekki, silungarnir reyndust snjallari og enginn þeirra lét taka sig.
Þegar þetta allt var afstaðið tókum við klárana og fórum þrír: Guð-
mundur, Kjartan og ég, upp að Réttarvatni til að litast þar um, en
Guðmann og Sigurður héldu áfram veiðitilraununum.
Ég sagði þeim Guðmundi og Kjartani allt, sem ég vissi um til-
högun á göngum og réttarstörfum þarna, lífi gangnamanna, hve
æstir allir strákar væru að komast í göngur og að strax og þeir væru
komnir úr einum færu þeir að hlakka til þeirra næstu. Sérstaklega
væri eftirsótt að fá að fara í undanreið, en þá er smalað til Réttar-
vatns. Þeir urðu hrifnir mjög af að sjá réttartangann og ætluðu
vart að trúa öðru en hann væri hlaðinn af manna höndum. Svo er
ekki. Hann er listaverk náttúrunnar. Á holtinu upp með vatninu
var reist upp spýta og þar á skar Guðmundur stafina okkar og mán-
aðardag og ár. Ekki veit ég hvort spýta sú hefur sést í haust af
gangnamönnum. Við héldum til baka og mættum þá Lárusi, sem var
að koma úr Kalmannstunguför sinni. Gekk honum ferðin að óskum.
Talaði hann við Eystein bróðir sinn, sem tók að sér að leysa vanda-
málin heima. Kostaði símtalið 70 kr., en það var einfalt forgangs-
hrað. Svo fylgdi Kristófer honum upp í Álftakrók og hestaði hann
að miklu leyti, því að hann fór einhesta. Fórst Kristófer þetta allt
stórmannlega. Guðmundur reyndist sannspár um veiðistengurnar,
Lárus fann þær allar og kom með þær. Lágu þær allar með stuttu
millibili á veginum rétt fyrir ofan Álftakrók, og verður ekki lýst
gleði Guðmanns útaf veiðistöngunum.