Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 62
60
HÚNAVAKA
viðeigandi hér á landi, svona hálfgert hlöðuball. En þetta þykir
sjálfsagt í Þýzkalandi.
Já þarna var margt af fyrirfólkinu, segir Guðrún. Og það varð
mikið grín úr því, þegar þeir dönsuðu kósakkadans saman Gunnar
lijarnason og borgarstjórinn með háum hnébeygjum, hliðarsveifl-
um og miklum tilþrifum. Stórfenglegt á að horfa, segir Sigurður,
enda mennirnir vel við vöxt báðir tveir, hreinlega eins og tveir risar
væru að fljúgast á.
Svona leið kvöldið, en að lokum, löngu eftir að myrkrið var skoll-
ið á, þökkuðum við fyrir og héldum heim á hótelið.
KOKKARNIR KYSSTU KONURNAR.
Vinur Reynis, sem dvaldi um tíma hjá honum á Hvítárbakka,
bauð okkur heim. Hann heitir Werkmister, á íslenzka hesta og talar
sæmilega íslenzku. Þegar við komum þangað urðum við vitni að
litlu atviki, sem sýnir vel, hve stéttaskipting er miklu meiri þar í
landi en hér. Hjónin komu út til að taka á móti gestum sínum.
Reynir, sem er maður vaskur, gekk á undan til þeirra og vildi heilsa
vini sínum. F.n þar í landi er fararstjóra ætíð heilsað fyrst. Því var
Reyni ekki heilsað fyrr en búið var að heilsa Gunnari. Síðan var <>11-
um öðrum heilsað af mikilli alúð og okkur tekið af sérstakri gest-
risni. Okkur var veitt kaffi og koníak og spjallað fram eftir degi.
Þegar leið að kvöldmat fóru hjónin með okkur á fjallahótel þar í
grenndinni. Jafn sérkennilegt hótel höfum við aldrei séð. Þar voru
ekki djúpir stólar eins og víða er, heldur bekkir, klæddir gæru-
skinnum. Fætur borðanna voru trjálurkar beint úr skógínum, allt
ómálað. Á veggjum héngu byssur, sverð og önnur veiðiáhöld. Finnig
prýddu veggina höfuð, skinn, kerruhjól og margt fleira. Birta var
ákaflega takmörkuð. Það má segja að allt hafi verið upp á frumstæð-
asta máta. Líklega hefur það verið þess vegna, sem allt var svo aðlað-
andi, en einstaklega rómantískt þarna inni. Vistarverur voru margar
og fjöldi gestanna gaf til kynna að hótelið væri mjög vinsælt.
Opinn eldur var í salnum og veiðibráðin steikt mitt á meðal gest-
anna. Kokkarnir vorti sérlega fjörugir og kunnu sitt fag. Kjötið
báru þeir á sverðum eða spjótum og kysstu konurnar um leið og
þeir færðu þeint matinn.