Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 135
HÚNAVAKA
133
Einn morgun, þegar ég kom á fætur, barst til mín angan af ný-
lökkuðum viði. Við nánari athugun kom í ljós að heimilinu hafði
áskotnazt nýtt tæki, sem ekki var vitað að ætti sér hliðstæðu í allri
sveitinni.
Tæki þetta var spunarokkur. Ekki svipaði honum mikið til gamla
rokksins hennar ömmu, sem var knúinn áfram af hennar gömlu
þreyttu fótum og spann einn þráð í einu. Nei. Þetta tæki var í alla
staði mjög tæknilega fullkomið. Fyrir jrað fyrsta var hann rafknúinn
og afköstin gífurleg, hraðinn mikill, auk þess sem í gegnum hann
skyldu renna fimm eða sex þræðir samtímis og ummyndast úr lopa
í þetta indæla band, svo til fyrirhafnarlaust að sagt var. Svo var grip-
ur þessi flókinn að allri gerð og samsetningu, að leita þurfti tækni-
manns, til að kenna heimilisfólkinu að meðhöndla hann. llrðum
við að bíða mannsins í nokkra daga og ríkti mikil eftirvænting á
heimilinu. Gjarnan gengum við í kringum gripinn með lotningu í
svip, og strukum með einum fingri yl'ir mjúkan við eða glansandi
málmhluta jressa furðutækis.
Loks kom tæknimaðurinn, og jrað er ekki ofsögum sagt að Jrað var
námfús hópur, sem hnappaðist kring um þá, hann og rokkinn. Fyrsí
var að koma öllum reimum á rétt hjól, stilla skrúlur og takka og
tengja mótorinn. Þá var röðin komin að lopanum. Hann þurfti að
þræða gegnum göt og lykkjur, svo að hann kæmist til skila á spól-
urnar, í formi bands.
Stóra stundin rann upp. Tæknimaðurinn studdi á hnapp og allt
fór af stað. Þá kom í Ijós að lopinn raktist mismunandi vel úr
plötunum. Sumt kom í flækjum, og þar sem hraði rokksins var svo
gífurlegur, varð helzt að hafa röskan mann við hverja plötu, til að
rekja úr þessum flækjum, áður en jxer urðu rokknum að bráð, því
að annars var voðin vís. Annað tveggja slitnaði þráðurinn eða flækj-
an rann upp á snælduna, og þá getur hver maður ímyndað sér
hvernig bandið varð. Sem sagt, það kom fljótlega í ljós að fjöhnenni
þurfti til að vinna þetta verk, sem amma og hennar gamli rokkur
höfðu séð um, með rólegu rauli og suði. Bæði nvja rokknum og
og þessum mannsöfnuði fylgdi oft nokkur hávaði. Aðalhlutverkið
hafði sá er sat við takka þá, er hleyptu á og rufu straum þann, er
knúði tækið. Skuliun við kalla hann takkamann. Hinir, þ. e. a. s.
flækjumennirnir, höfðu það verk að rekja flækurnar og reyna að ná
jrví takmarki án þess að stöðva þyrfti t;ekið. F.n ef það tækist ekki,