Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 26
24
HÚNAVAKA
vorum með litla skektu með okkur, sem var höfð til þess að róa
plógnum út. Plógurinn var járngrind með tindunr að neðanverðu,
sem rífa skeljarnar upp, og er poki festur við. Var þetta tæki ekki
ólíkt því, sem þeir nota nú við skelfiskveiðar. Mótorbátnum var lagt
við akkeri, en róið með plóginn á skektunni út frá honum ákveðna
lengd og honunr kastað. í hann lá taug í handspil, sem var á dekk-
inu á mótorbátnunr. Þegar því að snúið, oft með erfiðismunum,
dróst plógurinn eftir botninum. Stundum var nrikið í honum, en
stundum lítið, þegar upp kom. Við vorum tvo sólarhringa við þetía
og var alltaf verið að — ekkert sofið.
Ég var sjóveikur, því að þarna var óþverraalda. Formaðurinn,
Sveinlaugur Helgason, sá vanlíðan mína og fór með nrig í land.
Hann gekk með mér að sveitabæ, sem var rétt fyrir ofan flæðarmál-
ið, en hann þekkti hjónin þar. Þetta var unr hádegið, en Sveinlaug-
ur segir að ég þtrrfi ekki að nræta fyrr en klukkan 5. Þá sendi hann
nrenn í land. Mér var veittur góður beini og eftir að hafa sofið dá-
litla stund, geng ég niður að sjó. Þeir voru þá ekki konrnir á báin-
um, svo að ég legg mig í graslaut og steinsofna. Vakna ég ekki fyrr
en að rolla nusar að nrér þarna í dældinni. Þá eru karlarnir að róa
frá landi. F.g geri vart við mig í skyndi og þeir konra. Þá var ég hinn
hressasti og býðst til að vera við stýrið heinr. Þeir skuli bara leggja
sig. Það varð úr að ég stýri alla leið heim og fann ekki til sjóveiki.
Það lét hátt í vélinni og skellirnir þungir, enda púströrið upp úr
húsinu rétt hjá stýrinu. Skellirnir ómuðu í eyrum mér, þegar ég
kom upp á bryggjuna og næstu daga á eftir.
SPILAÐT í TVO SÖLARHRINGA
Þegar ég var 16 ára réðst ég upp á Hérað sem ársmaður til bónd-
ans í Meðalnesi. Þar var ég í 4 ár, nema eitt sumar kaupamaður í
Vallanesi. Vallanes var skemmtilegasta jörð, sem ég lief stigið á —
allt grasi vafið. Mér féll vel í sveitinni, hafði mikið yndi af kindum
og þá var mitt „prinsip“ að verða bóndi. Á Jökuldalnum var hvert
stórbýlið við annað, en það var ekki talað um stórbýli fyrr en féð
var komið yfir 500.
Á liverjum vetri var Þorrablót. Þau voru haldin til skiptis á
stærstu bæjunum. Þá var mikið sungið, dansað og spilað. Þeir spil-