Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 69
HÚNAVAKA
67
in. Hann Biddi sagði mér það, að hann væri með verstn strákunum
í götunni. Hver er Biddi? Konan horfði spurnaraugum á dóttur
sína. Það er strákurinn, sem ég er með. Hann heitir Ólafur og kall-
aður Biddi. Hvaðheyri ég. Við erum trúlofuð, eða svona næstum því.
Móðirin stundi. Kemur þú með fram að Hóli? Ef Biddi má vera
með og þá skal ég sjá um að Maddi keyri og hagi sér eins og maður.
Biddi hefur anzi gott tak á honum. Hann veit svolítið og þarf ekki
annað en nefna lögguna við hann. Bless mamma.
Hún var horfin. Þunglega gekk að taka til og ganga frá þennan
dag. Konan var svo undarlega þreytt. Hún settist niður hvað eftir
annað og starði út um gluggann. Var hún að horfa á sólskinið og
græna jörðina? Blómin vögguðu kollum sínum í blænum og ilmur-
inn úr garðinum barst inn um opinn gluggann.
Skyldi þetta vera satt, sem Marteinn hafði sagt, að Guð heyrði
ekki til hennar. Hafði hann látið skipið farast, sem hann Jakob sál-
ugi hafði verið skipstjóri á. Hún laut höfði og tautaði lágt: Fyrir-
gefðu góði Guð, ég er orðin trúlaus kona. Nei, þetta hlýtur að lag-
ast allt. Börnin vaxa úr grasi og vitkast. Þau vinna öll. Augasteinn-
inn hann Maggi litli fer fyrstur á fætur, að bera út blöð. Við hljót-
um að bjargast vel og svo þessi indæla frívika. Hún gat verið heima
og unnið verkin, sem höfðu setið á hakanum. Helgarferðin yrði
skemmtileg, með börnunum. Hún myndi verða eins og ný mann-
eskja, er hún byrjaði að strita aftur í verksmiðjunni.
Geislandi fagur morgunn, með dögg á grasi. Bíllinn rann hratt
yfir veginn upp dalinn. Marteinn sat við stýrið og meira að segja í
snotrum fötum. Heimilisprýðin hafði tekið Bidda með. Þokkaiegan
pilt með festulegan svip. Hárið var snyrtilega greitt og náði niður á
herðar. Marteinn var fúll og sagði ekkert orð.
Augasteinninn hann Maggi sat við gluggann og fylgdist með öllu.
Mamma þarna er folald, sjáðu kýrnar og kálfana. Þegiðu drengur,
sagði Marteinn, heldur þú að við séum blind?
Móðirin benti, við erum komin Maggi. Þama eru krakkarnir
komnir ofan á veg. Farið þið hérna út, ég sæki ykkur í kvöld, sagði
Marteinn. Marteinn, kveinaði konan, vertu kyrr.
Þú gleymir okkur í kvöld sagði Biddi. Ef þú endilega vilt fara
fáðu þér fá far með bílnum, sem er að koma þarna og skildu þennan
eftir. Eg hlýt að geta hjólað honxim heim, ég fékk kortið fyrir viku.