Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 161
HÚNAVAKA
159
ekki öllu borgið, kann einhver að spyrja. Því er ver. Hvað er til
bjargar ef veikindi eða slys ber að höndum, eða ef bóndahjónin
æskja þess að eiga frídag? Frí er að vísu munaður í sveit, þó nær all-
ar aðrar starfstéttir þjóðfélagsins hafi öðlast um 120 frídaga á ári,
auk sumarleyfis (24 virkir dagar) og ýmissa hlunninda t. d. veikinda-
daga á launum og þ. h. Miklir menn og ríkir við Islendingar að
vinna aðeins tæplega tvo þriðju hluta ársins.
Hver einstaklingur sem bústörf vinnur, framleiðir nú meira en
áður, þó er það svo að enn aukin afköst mundu bæta hag sveitafólks
í vissum tilfellum. En við lifum ekki á einu saman brauði. Félags-
legt samneyti og það öryggi, sem nágrennið skapar er nauðsynlegí
og kunningjaheimurinn á sjónvarpsskerminum er ekki nægilegur til
lengdar. Því verður að finna ráð til að draga úr burtflutningi úr
sveitunum. Yngra fólkið unir ekki því sífellda búamstri, sem jrað
sér foreldra sína reyna nú, en horfir á félaga og vini í öðrum störf-
um eiga frí j^riðja hvern dag.
Án úrbóta á þessu sviði, þarf ekki að gera ráð fyrir eðlilegri end-
urnýjun bændastéttarinnar.
Úrbæturnar felast í þvf, að fjölga íbúum sveitanna og að þeir
stundi sem fjölbreyttasta atvinnu. Með því opnast leiðin til afleys-
inga vegna veikinda, slysa og fría hjá bændafólkinu, og það losnar
að nokkru undan klafa bindandi búfjárhirðingar. Nefna má marg-
ar leiðir, sem stuðla að aukinni búsetu í sveitum.
1. Þeir sem starfa í þágu landbúnaðar hafi þar fasta búsetu t. d.
ráðunautar, sæðingarmenn, dýralæknar, vélamenn, mjólkur-
bílstjórar o. fl.
2. Atvinnugreinum skyldum eða tengdum landbúnaði, sé valinn
staður í sveit t. d. verkstæðum af ýmsu tagi, ylrækt, hænsna- og
svínarækt, heykiigglaframleiðslu, þjónusu við ferðamenn o. fl.,
allt eftir því sem hentar á hverjum stað.
3. Aðlöðun fyrirtækja og skóla, óskyldum landbúnaði með ýms-
um ívilnunum á sviði fjármála.
Hér er aðeins sumt talið, en margt fleira kemur til greina.
Ekki verður komist hjá að vekja athygli á hve óeðlilegt er, að
Búnaðarfélag íslands, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Land-
námið, Veiðimálastjórn, Skógræktin, Sauðfjárveikivarnir, Mjólkur-
eftirlitið o. fl. ríkisreknar stofnanir tengdar landbúnaði, skuli hafa