Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 224
222
HÚNAVAKA
ið til okkar, einu sinni á vetri,
konum úr kvenfélögum í sýsl-
unni. Hafa þá komið konur úr
einu til tveim félögum í senn,
eftir fjölda félagskvenna. —
I desember var boðið hingað
konum úr Kvenfélaginu Heklu
í Skagahreppi, Einingu í Höfða-
kaupstað og Kvenfélagi Hösk-
uldsstaðasóknar. Daginn sem
veizlan skyldi haldin var slæmt
veður og er á leið daginn,
tóku konurnar að afboða komu
sína sökum ófærðar. Ekki var
gott í efni né auðvelt að hætta
við gestaboð, þar sem matur stóð
svo að segja tilbúinn á borðinu.
Var því gripið til þess ráðs að
hringja á síðustu stundu í konur,
sem til náðist á staðnum og
bjóða til veizlunnar. Séra Pétur
Ingjaldsson prófastur var á ferð
í embættiserindum og kom hann
fyrir hönd sóknarbarna sinna,
sem boðin voru. Svo rættist úr
öllu á bezta hátt og varð úr ágæt
skemmtun.
Frú Sólveig Benediktsdóttir
Sövik, sem öllum Húnvetning-
um er að góðu kunn og starfað
hefur lengi við skólann, varð 60
ára 24. des. sl. Á nýársdag sæmdi
forseti íslands hana heiðurs-
merki hinnar íslenzku Fálka-
orðu Þann 10. janúar afhenti
sýslumaður, Jón ísberg, henni
orðuna við hátíðlega athöfn í
skólanum, að viðstaddri skóla-
nefnd, heimafólki og fáeinum
gestum.
Aðsókn að skólanum virðist
nú á uppleið og er það von allra,
sem vilja honum vel, að hann
megi um langa framtíð, sem
hingað til, skila gifturíku starfi,
en hann hefur nú starfað í nær-
fellt 94 ár.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
skólastjóri.
VAXANDI LESTRARÁHUGI.
Héraðsbókasafnið á Blönduósi
er opið 4 klukkutíma á viku yfir
vetrarmánuðina
Bókavörður segir lestraráhuga
stórlega vaxandi og hafa útlán
aldrei verið jafn mikil og á ár-
inu 1972.
Mest lesnu íslenzku liiifund-
arnir voru:
Lesendur
1. Þorsteinn Matthíasson 38
2. Halldór Laxness 37
3. Guðrún frá Lundi 35
4. Guðm. Daníelsson 35
5. Indriði G. Þorsteinss. 32
6. Kristmann Guðmundss. 32
7. Ármann Kr. Einarsson 27
8. Sverrir K. og Tómas G. 25
9. Gunnar M. Magnúss 19
10. Guðmundur G. Hagalín 18
TÓNLISTARSKÓLI.
Aðalfundur Tónlistarfélags A.-
Húnvetninga var haldinn í