Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 90
HÚNAVAKA
niikið í skólanum, kvöldvökur með leikritum o<>- alls konar skemmti-
atriðum, sem nemendurnir úthjuggu sjálfir og fluttu.
F.itt af joví, sem við vorum látin gera og okkur þótti mjög slæmt,
að minnsta kosti fyrst, var að fara yfir í skólastjóraíbúðina og hlusía
þar á fréttirnar í útvarpinu. Þegar við komum svo í skóla áttum við
að fara þar upp í ræðustól og endursegja fréttirnar frammi fyrir öll-
um nemendunum. Mörgum leið illa í stólnum og misjafnlega kom-
ust fréttirnar til skila. Margir báðu jafnvel um að slökkt væri í saln-
um á meðan þeir voru í stólnum. Vel man ég eftir hvað ég hlustaði
vel á fréttirnar í lyrsta sinn, en er í stólinn kom þá höfðu jxer ein-
hvern veginn dottið úr mér á þessari stuttu leið og ég mundi mjiig
lítið og vitlaust joað sem jiað var. F.n þetta smá kom og menn höfðu
gott af þessu.
Nemendur voru misjafnlega duglegir að læra eins og gengur, en
yfirleitt var mikið kapp í öllum, enda kennararnir góðir og skóla-
stjórinn strangur. Ég var nú ekki vel undir skólann búinn, jió held
ég að ég hafi komið út í meðallagi á lokaprófi. Ein grein var það
þó, sem ég stóð mig vel í og það var stíll. Við vorum látin gera rii-
gerðir um ýmiskonar efni. í yngri deild vorum við tvii, sem biirð-
umst um að halda efsta sætinu í þeirri keppni, I>að var stelpa, Guð-
finna Bjarnadóttir, að austan að mig minnir. Hún var mjög góð í
íslenzku, en ekki eins góð að semja. Ég var ekki eins góður í málinu,
en betri en hún að semja. Um Jaetta var barizt alveg fram á loka-
próf. Á lokaprófinu máttum við velja um tvii verkelni. Fg er búinn
að gleyma hvað annað verkelnið var, en það hittist svo á að við
völdum b;eði sama verkefnið: Ættjarðarást. Bæði reyndum við víst
að vanda okkur, því að síðast vorum við orðin tvii eftir í stolunni,
þegar iill hin voru farin. Ég hugsaði með mér, þegar ég skilaði mín-
um stíl: mikið désk . . . ætlar Finna að vanda sig. I\að var venja að
skólastjórinn las upp kafla úr þessum ritgerðum og ræddi um verk-
efnið, gaf ábendingar um hvað betur mætti fara o. s. frv. Þetta þ<>tti
mikil upphelð, því að ekki voru allar ritgerðir lesnar, og halði Jjví
iirvandi áhrif á okkur.
Við vorurn bæði spennt fyrir því, hvort okkar helði borið sigur
úr býtum, en bjuggumst ekki við að fá að vita Jjað og um ,,svoleiðis“
er ekki liægt að spyrja. Við skólaslitin gerðust svo óskiipin. Allir voru
samankomnir í stóra salnum, nemendur, kennarar, skólastjórinn og
fjiildi gesta.