Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 92
90
HÚNAVAKA
sundi. Þegar ég kom í skólann og sá þessa stóru sundlaug, en hún
er 30 sinnum 12 metrar, hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að taka
kennarapróf í sundi, en það var hægt þarna. Þá voru ekki komin
þessi sundskírteini, sem nú eru geiin, og ég hafði því ekkert próf í
sundi.
F.g talaði um þetta við F.irík, sem var sundkennari skólans. Hann
taldi það sjálfsagt, ef ég næði því prófi, sem tilskilið var, en það var
mjög strangt.
Til þess þurfti eftirfarandi: Bringusund 5000 m, baksund 300 m,
l)jörgunarsund 200 m með 80 kg. þungan mann og köfun eftir hlut
á þriggja metra dýpi. Sund þessi skyldu öll fara fram í fötum, nema
köfunin. Nú sagði það sig sjálft, að ég varð að byrja að æfa mig
strax og gerð ég það rækilega. Það voru margir þarna, sem höfðu
áhuga fyrir þessari íþrótt. Það varð því samkomulag með okkur, að
stelast í laugina á kvöldin, þegar við áttum að vera komin í rúmið,
en {rað átti að slökkva ljósin kl. 11 á kvöldin. Sundlaugin var langt
Irá skólanum, við laumuðumst því í myrkrinu og höfðum hægt um
okkur. F.g veit ekki, hvort kennararnir vissu þetta, en aldrei feng-
um við skammir l'yrir. Nemendurnir sögðu ekki frá þessu og það
sýnir, að það var góður andi í skólanum. Ég verð að geta þess hér,
að það var vani að árshátíð skólans v;eri haldin um miðjan veturinn,
og var mikið til hennar vandað. Þar var sýnd leikfimi og glíma
meðal annars. Það höfðu verið valdir 8 piltar til að sýna glímu ;í
árshátíðinni, og var ég einn af þeim. llétt fyrir árshátíðina halði ég
lokið öllum prófum í sundi nema björgunarsundinu, enda var það
erliðasta sundið. Fg fékk ágætan strák og góðan vin minn til að æfa
mig á, Sæmund Oskarsson. Menn eru misþungir í vatni og misjafnt
að synda með menn. Sæmundur var að vísu nokkuð þungur, en
mjög gott að synda með hann. Honum var sama j)ótt skvettist fram-
an í hann.
Svo rann upp sá dagnr, sem við áttum að taka prófið. Þetta var
eftir hádegi. Við vorum 3 sem tókum prófið, tveir strákar og ein
stelpa. Það vaf hvasst á sunnan þennan dag og mynduðust öldur og
mikið frákast við norðurvegginn. Nú hittist svo á, þegar ég er bú-
inn að snúa við í síðustu ferðinni, að stelpan er að snúa við og ég er
að horfa á hana hvernig henni gangi. Þá er flautað, en ég held áfram
að fylgjast með stelpunni. Þá er flautað aftur og ég lít við. Eiríkur
segir mér að hætta því að hann hali sopið hjá mér, Sæmundur segisf