Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 93
HÚNAVAKA
91
ekki hafa sopið neitt. Þú hefðir sopið, ef þú hefðir ekki verið synd-
ur, sagði Eiríkur og ég varð að hætta, því að ekki dugði að deila við
dómarann. Ég var þá búinn að synda 160 metra og þótti slæmt að
þurfa að hætta.
Þetta sama kvöld var svo glímuæfing og þá varð ég fyrir því
óhappi að slíta sundur liðböndin á hægra fæti og átti í því, það sem
eftir var vetrar og gat því ekki synt meira þann vetur. Um vorið
vildu svo þeir Eiríkur og skólastjórinn láta mig fá skírteini, en ég
vildi það ekki. Það endaði því svo að ég fór sundprófslaus úr skól-
anura og er próflaus enn.
Ég sagði hér áður að það hefði rætzt úr þessu, og það gerðist sum-
arið eftir. Þá lenti ég í hrakningi ásamt öðrum manni og var svo
heppinn að lánast að bjarga honum frá drukknun og fékk fyrir það
l)ikar, sem viðurkenningu fyrir fræknasta björgunarafrek ársins
1910. Þegar ég fór í vélskólann haustið eltir, varð ég að hafa sund-
vottorð og þá varð ég að hafa þennan bikar með mér til að sýna, að
ég væri syndur. Það var skemmtileg tilviljun, að þegar ég kom til
ísaljarðar með bikarinn um haustið, hitti ég F.irík kennara. Hann
óskaði mér til hamingju með þetta afrek og sagði að mér hefði
verið óhætt að þiggja prófið. Eg sagði bara að hann hefði ekki þurft
að flauta, og þessi maður, sem ég bjargaði, hefði sopið mikið af sjó
enda ósyndur. Þá hló Eiríkur bara og þar með var það útrætt mál.
Þegar Aðalsteinn las um þetta í blöðunum, skrifaði hann mér mjög
gott bréf, sem ég á enn og mér þykir vænt um. í því sagðist hann
vonast til að hann sæi mig í skólanum næsta vetur, en svo fór nú
ekki, því miður. Á þorranum um veturinn fórum við mörg á þorra-
blót, sem haldið var í Vatnsfirði. í skólanum var algjört bindindi,
en einn maður var þar samt, sem var stundum við vín. Þetta var
nokkuð fullorðinn maður. F.g man ekki livað hann hét, en ég held
að hann hafi verið bróðir F.gils Vilhjálmssonar bílakóngs. Hann var
ekki að læra, en var að snúast við skólann. Þessi inaður fór með
okkur á þorrablótið og var kenndur, við höfðum gaman að honum.
Hann dansaði alltaf við sömu kerlinguna um nóttina, en þurfti oft
að skreppa frá til að fá sér snafs. Það hagaði svo til, að í húsinu, sem
dansað var í, var mikill kolaofn í éinu horninu og lítið skot á bak
við. Þessi ofn var mjög heitur. Nú sögðu strákarnir við karlinn, að
ef hann væri alltaf að fara frá, þá tækju þeir frá honum dömuna.
Næst þegar hann fór út, fór hann með kerlinguna inn í skotið hjá