Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 116
114
HÚNAVAKA
Hvað nóttin var dimm. Regnið streymdi. Hve langt yrði syrgj-
andi að bíða hins bjarta dags.
Illviðris dagarnir urðu þrir samfelldir. Rösk vika leið og alltaf
sat álftin á bakkanum. Hún var nú að vísu farin að víkja sér oftar
frá. Svalt ekki lengur heilu hungri. Krummi var hættur að vitja um
þessa sýndu veiði. Enda bar nú minna á þústinni við bakkann með
hverjum degi, sem leið.
Bjartari og betri dagar komu. Fleiri álftir vitjuðu afdalsins. En
álftin við Hausapollinn sinnti engum félagsskap.
Ég var orðin sannfærð um að hér hefði ég séð berum augum hina
eilífu hreinu ást, sem aldrei dofnar.
Og enn liðu dagar. Þá veitti ég því athygli að stök álft úr ný-
komna hópnum tók að nálgast Hausapollana. Ég vildi ekki sjá þetta
í fyrstu, en gat ekki lokað augunum fyrir þessum hógværa samdrætti.
Allt fór hér fram í meiri kyrrþei en títt er hjá álftum, sem oft
láta mikinn í áköfum ástarbríma. Dag eftir dag kom aðkomufugl-
inn, nálgaðist hljóðlátur og hvarf síðan aftur til sinna fyrri félaga,
eftir að hafa synt með þeirri, sem fyrir var, fram og aftur um ána
og tjörnina.
Enn sat tregabundni svanurinn tímunum saman á bakkanum yfir
þústinni hvítu, sem seig rneir og meir í vatnið. Hann virtist þó láta
sér vel líka komur hinnar og loks hætti sú nýkomna að fara. Enn
eftir að þær voru orðnar tvær, sat svanurinn á Pollbakkanum endr-
um og eins, en hinn synti einhvers staðar skammt frá.
Ég hætti að fylgjast jafn eindregið með þessum þætti, margt fleira
gat fangið huga minn. Vorið á margbreyttar myndir.
Kvöldin gerðust björt, en einhvern tíma minntist ég sorgarlags-
ins, sem ég heyrði í myrkrinu og rigningunni, þegar ég nú hlvddi á
sumarblíðan, margraddaðan svanasönginn.
Og það leið á sumarið og allar álftir flugu til fjalla. Seint á engja-
slætti kom ég gangandi norðan engjar. Um leið og ég gekk hjá
Hausapollinum, rak ég augun í hvítleitt fiður og bein, sem nú voru
hálfhulin grasi, því að vatnið lækkar í Pollunum í mikilli þurrka-
tíð. Þá minntist ég þess að jretta vorn jarðneskar leifar álftarinnar,
sem var efni til þess dýrasta sorgartónleiks, sem ég hef hlýtt á.
Ég hét því að segja frá því, sem ég hafði heyrt og séð. — Segja frá
muninum á sýndarmennsku minni, sem fyrst undraðist hina djúpu