Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 167
HÚNAVAKA
165
og Sigrúnu, sem gift er dr. Sturlu Friðrikssyni og búsett í Reykja-
vík.
Sigrún Björnsdóttir Laxdal var kona fjölmenntuð og mikill per-
sónuleiki. Hún var góður fulltrúi þeirra íslendinga er hófust til
mennta úr mikilli fátækt fyrr á árnm, söknm dugnaðar og eigin
verðleika og unnu landi og þjóð allt er þeir máttu. Það er saga hún-
vetnsku sveitastúlkunnar, er leitaði frama meðal erlendra þjóða, en
leitaði á vit bernskuslóða og kaus að lokum að hvíla í húnvetnskri
mold við hlið föður síns á ættarslóðum.
Útför hennar fór fram frá Þingeyrarkirkju þann 26. febrúar.
Höskaldur Þór Ágústsson, sjómaður, Reykjavík, andaðist 4. apríl
að Vífilsstöðum. Hann var fæddur 17. marz árið 1932 á Blönduósi.
Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Andrésson og Sóley Klara Þor-
valdsdóttir, er bjuggu á Blönduósi, en hún er látin fyrir nokkrum
árum.
Þriggja ára að aldri fór Höskuldur að Brandsstöðum í Blöndudal
til Guðrúnar Þorfinnsdóttur, en hún var fósturmóðir Sóleyjar móð-
ur hans.
Hjá henni dvaldist hann um 5 ára skeið, en fór síðan til foreldra
sinna á Blönduósi. Árið 1949 settist hann í Reykjaskóla í Hrúta-
firði og nam þar um eins árs skeið. En árið 1954 flytur hann til
Reykjavíkur og réðst á togara. Var hann lengst af skipverji á togar-
anum Þormóði goða frá Reykjavik.
Hafði hugur hans snemma beinzt að sjómennsku, en hana stund-
aði hann meðan heilsa og kraftar entust. Árið 1953 gekk hann að
eiga Oddnýju Kristjánsdóttur og eignuðust þau hjón 4 börn. Síðar
slitu þau hjón samvistum.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Höskuldur á heilsuhælum sökum
vanheislu, en hann lézt á Vífilsstöðum eins og áður er sagt aðeins
40 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Blönduóskirkju 12. apríl.
Höskuldur var góður sjómaður, verklaginn og áhugasamur.
Sigurberg Filippusson, andaðist 28. nóvember á H.A.H. Hann var
fæddur 26. júlí árið 1911 á Blönduósi. Foreldrar hans voru hjónin
Filippus Vigfússon og kona hans Sveinsína Ásdís Sveinsdóttir, er
bjuggu á Blönduósi. Sigurberg var yngstur 5 systkina. Þegar i æsku
vann hann öll algeng sveitastörf. eins og títt var um unglinga til
lands og sjávar á þeim tímum. Dvaldi hann á ýmsum bæjum í Torfa-