Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 95
HÚ NAVAKA
93
hafði meitt sig í höfðinu, því að það blæddi fram úr munninum á
honum. Þegar hann raknaði við talaði hann eintóma vitleysu. Við
þóttumst vita að hann hefði fengið heilahristing. Nú var ekki gott
í efni, foringinn fallinn og það, sem verra var, að meðan við vorum
að stumra yfir honum, tijpuðum við áttunum og vissum ekki lrvert
skyldi halda. Það var ekkert til að átta sig á, ekkert nema þessi hvíta
breiða og þokan. Ég veit ekki hvort þið áttið ykkur á því, að þegar
nraður er staddi.r á svona stað, þá hallar á alla vegu. Maður þarf
ekki að fara mikið á ská til þess að myndist mikil skekkja við kom-
una niður af jöklinum og maður getur hæglega farið í hring. Við
vorum allir með smá pjönkur og urðum nú að bæta á okkur dótinu,
sem Berti var með.
Engan mat höfðum við og ekkert vatn. Og það var verst, því að
Berti varð strax svo þyrstur, og reyndar við allir, því að við svitnuð-
um mikið á göngunni. Við héldum af stað og skiptumst á að leiða
strákinn.
Færðin versnaði svo við gátum ekki notað skíðin neitt að gagni,
þrömmuðum svona áfram og vorum heldur daufir í dálkinn. Ég veit
ekki hvað við vorum búnir að ganga lengi, þegar við komum á
skriðjökulinn, en það hafa sjálfsagt verið 3—4 tímar. Við vorum
bara allt í einu komnir inn í þessar voðalegu sprungur, þær voru
misstórar og alls ekki hægt að komast yfir þær, nema fara langar
leiðir meðfram þeim. Sumar voru svo djúpar, að ekki sást í botn á
þeim, og vegna þokunnar sáum við ekki fyrir endann á þeim held-
ur. Við vissum því ekki á hvern veginn var styttra að fara, sumar
komumst við ekki yfir nema með því að leggja skíðin yfir þær. Það
var glannalegt, en um annað var ekki að ræða.
Við reyndum að fara mjög varlega og þoka okkur niður. Verst
var að vita ekki hvar við vorum staddir. Við vissum að skriðjökull-
inn gekk fram úr jöklinum á þrenr stöðum, í Kaldalóni við Djúp, í
Jökulfjörðum, og í Reykjafirði á Ströndum. í Kaldalóni gengur
jökullinn í sjó fram það höfðum við séð, þegar við fórum yfir lónið,
á bátnum að Bæjum daginn áður. Ef við lentum þar mundum við
drepa okkur. Við vonuðum að við værum á Reykjafjarðarjöklinum.
Við komumst ofan af jöklinum seint um kvöldið, komum þar á
sléttar malareyrar, og það sem okkur þótti bezt, að þar rann á undan
jöklinum. Við vorum orðnir mjög uppgefnir, blautir og hraktir eft-
ir þokuna, svangir og mjög þyrstir. Þegar við komtnn ofan af jökl-