Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 74
72
HÚNAVAKA
jökli, en Viðdælingar smala að norðanverðu, Miðfirðingar að vestan
og Borgfirðingar að sunnan.
Morguninn eftir klukkan um 8 fórum við að staulast á fætur og
svipast að hestum, sem voru rólegir að bíta. Það kom í ljós að Lárus
liafði ekkert getað sofið um nóttina fyrir verkjum í handleggjunum
og var sínu verri í þeim hægri, en hann hafði viðbeinsbrotnað
hægra megin veturinn áður og hafði nú reynt allt of mikið á sig,
þar sem töskuhestur hans var fullþungur í taumi. En eins og áður
er sagt handleggsbrotnaði hann vinstra megin fyrr um sumarið. Þó
lét hann ekkert af þessu á sig fá. Ég svaf fremur lítið þessa nótt og
þjáði mig þó hvorki beinbrot né annað. Fuglar héldu vöku fyrir
mér, sem mikil mergð er af þarna. Álftir voru í flokkum með unga
sína upp við land, rétt við tjaldið og töluðu ekki einu sinni í hálf-
um hljóðum, þótt nótt væri, og eftir að sól var á lofti töluðu allar í
senn. Lómar og himbrimar voru þarna margir og hvinu mikið, oft
hátt í lofti. Svo var og fjöldi anda af mörgum tegundum. Oft voru
gerðar árásir á nábúana og datt mér í hug að ekki einu sinni fugl-
arnir væru lausir við pólitíkina, sem þarna hefur snúist um æti og
verustaði, sem svarar til gulls, valda og metorða hjá manninum.
Við fórurn nú að geta okkur til um ferðalagið hjá Guðmundi og
þeim félögum og hvar þeir mundu vera. Lárus bjóst helzt við að
þeir hefðu ekki komizt nema í Álftakrók um kvöldið og gerði ráð
fyrir að þeir legðu upp þaðan með birtu og gætu þá komið hvað úr
hverju. Þegar klukkan var farin að ganga tíu og ekkert sást til bíls-
ins, tókum við hestana og ætluðum að fara á móti þeim suður á
hæðirnar. Við skildum allt eftir, tjaldið uppistandandi og opið með
dóti öllu upprifnu. Við héldum í hægðum okkar með hestana lausa
suður Hæðir, en aldrei mættum við bílnum. Ekki er að orðlengja
það að við stönzuðum ekki fyrr en í Álftakrók og var þá klukkan
orðin 12 á hádegi. Nú sáum við að ekki var allt með felldu með
ferðalag þeirra félaga og var ýmsum getum leitt að. í Álftakrók er
haglendi gott og þarna áðum við og lagðist Lárus strax niður til
svefns á milli þúfna. Ég rölti heirn að sæluhúsi, sem þarna er, til að
skoða það og hesthús, sem Borgfirðingar eiga þarna og er hið mesta
þing og betra mjög en sæluhúsið, sem er orðið farið mjög af elli. í
hesthúsinu er orf og ljár og hrífa til að geta heyjað handa hestum,
þegar kalt er og ágætur stallur er í húsinu til að gefa í.
smölum til Réttarvatns, er allt austan við vatnið niður með Lang-