Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 48
46
HÚNAVAKA
liafði hærri nietorð." — lirynki Hólm var alkunn persóna á götum
Reykjavíkur í mínu ungdæmi. Hópuðust þá unglingar í kring um
hann, enda talaði hann mikið og jafnvel kvað. Þetta var á bannár-
unum og voru þá drukknir menn eigi algeng sjón eins og nú.
Má segja að liér sé mikill völlur á skáldinu, enda undanfari þess
að það skáldverk komi fram, er miklar deilur urðu um. Og sá arn-
súgur, að íhaldið og yfirstéttin snéri við honum bakinu. Nú fór
líka í hönd barátta mikil í þjóðlífinu um völd og áhrif iireiga og
auðvalds, eins og þá var komizt að orði.
Árið 1929 um veturinn, var það háttur okkar skólapilta, er höfðu
lítil auraráð, að vera okkur til afþreyingar t. d. á samkomum Heima-
trúboðsins á Njálsgötu 1 og á Hjálpræðishernum. Á samkomum
hersins í Herkastalanum var svellandi söngur við hljóðfæraslátt
hornaflokks og fagrir vitnisburðir .
Þar sátum við stundum þremenningarnir, Arnljótur Guðmunds-
son, Sigurbjörn Einarsson og ég. Hægra megin, á næst innsta bekk,
sat jafnan út við vegginn, maður toginleitur, grannvaxinn, er bauð
af sér góðan þokka, enda vel búinn. Hann hafði olbogann á bekkjar-
slánni og studdi hönd undir kinn. Þó að hann væri oft hngsandi, þá
kraup hann eigi á bænabekkinn. Enda var þess eigi von. Ég hafði séð
þennan mann, sem blaðadrengur, á góðviðrisdögum sumarsins, er
grösin voru í gróanda, eða töðuangan á Landakotstúninu, ganga
upp í Landakot til prestanna. Ég hafði spurt um hver þessi maður
væri og var sagt að það væri katólskur maður ofan úr Mosfellssveit,
er færi til bænahalds. En bekkjarbræður mínir vissu hver jressi mað-
ur var. Það var skáldið Halldór Kiljan Laxnes, er samið hafði Vef-
arann mikla frá Kasmír. Enn er eins og söngvar Hersins hljómi fyrir
eyrum mér, t. d. versið fagra:
Þú vínviður hreini, ó eilífi eini,
ég ein er sú greinin, sem fest er við þig.
I gleði og harmi með himneskum armi.
minn hjartkæri Jesú, þú umvefur mig.
Og sérstaklega vitnisburður gamallar konu, er lagði hér út af sálm-
inum um vínviðinn og talaði oft af ógleymanlegum krafti. Er hún
sté fram á ræðusviðið og sagði, „því skyldi ég ekki vitna, eins og
önnur Guðsbörn".
Við skólapiltarnir fórum að stinga saman nefjum um, að hér væri