Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 103
JÓNBJÖRN GÍSLASON:
Reimleikar
Einstæðingsskapnr og umkomuleysi setti að vonum sérkennilegan
og að vissu leyti merkilegan svip á athafnir afdalabúa íslands í
fyrri daga og viðhorf þeirra til lífsins í lieild. Fólkið var einangrað
og útilokað frá samneyti við nágranna og vini, sakir fannkyngi,
frosta og fjarlægða milli bæja. Hver einstaklingur varð að búa að
sínum eigin hugsunum, sem urðu myrkar og dulrænar vegna sam-
giinguleysis við aðra menn andlega skylda. I fásinni myrku híbýl-
anna skapaði hið frjóa ímyndunarafl fólksins ýmsa vætti, illa og
góða — fleiri þó illa — sem ákveðið viðfangsefni og vandamál að fást
við, svo sem forynjur, drauga, tröll, útilegumenn o. 11.
Að vísu var tiltölulega auðvelt að vara sig á útilegumönnunum,
sem sagt var að byggðu dalinn handan fjallsins þar suður á heiðinni
og sama máli var að gegna með tröllin, sem áttu heima í gljúfrunum
þar nokkru innar. Þessir óvættir sáust þó með berum augum og því
auðvelt að varast þá, ef gætilega var farið. F.n það var öðru máli að
gegna með draugana, þessa höfuðféndur allra afdalabúa lyrr og síð-
ar. Þeir riðu húsum um nætur, stóðu í dimmum skotum og krókum
bæjardyra og ganga og kiistuðu koppum og kirnum í saklaust fólkið,
og þegar út af tók, drápu kind í fjárhúsi eða kú í fjósi. Við meiðshun
á skepuum var auðvitað nokkur vörn, að mála stóran kross með
góðri koltjöru á dyr peningshúsa, og helzt að signa hverja skepnu
áður fjárhús voru byrgð að kvöldi. Á fjármiirgum heimilum var
Jretta allmikið verk, og J)ar sem fjármenn voru ekki því trúrri og
húsbóndahollari, mun vanr;eksla nokkur hafa ;ítt sér stað í Jressu
efni.
Hinir áhrifamestu refsivendir ;í óstýriláta krakka var venjulega
einhver uppáhalds draugur, eða Grýla og I.eppalúði, Jiessi merki-
legu fyrirbrigði, er sum góðskáldin fluttu svo smekklegar drápur