Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 170
1G8
HÚNAVAKA
HÖSKULDSSTAÐAPRESTAKALL
Þann 9. marz andaðist Jóhann Pálsson, Bogabraut 7, Höfðakaup-
stað, á H.A.H., Blönduósi.
Hann var fæddur 23. maí 1878 á Ofeigsstöðum í Köldukinn í
Suður-Þingeyjarsýslu. Voru foreldrar hans Páll Ólafsson og kona
hans Sigríður Jóhannesdóttir, Syðri-Leikskála í Köldukinn. Börn
þessara hjóna voru 12, en 9 komust upp. Fluttu þau hjón árið 1890
að Skeggjastöðum í Vindhælishreppi, en þar bjó Ingibjörg dóttir
konu Arna Arnasonar frá Höfnum. Jóhannes Pálsson þótti þegar á
unga aldri hraustmenni, glímumaður ágætur og sjómaður góður.
Hann réðst ungur til sr. Árna Björnssonar, prests á Sauðárkróki,
en hann var kvæntur Líneyju Sigurjónsdóttur frá Laxamýri. Á
Sauðárkróki lærði Jóhannes skósmíði, er þá var fjölmenn atvinnu-
grein. Hann lauk prófi í þessari iðn 1905, hjá Halldóri Halldórs-
syni.
Árið 1902, 17. apríl, kvæntist Jóhannes Pálsson Helgu Þorbergs-
dóttur, skagfirzkri súlku, er hafði verið á heimili sr. Árna Björns-
sonar. Bjuggu þau saman í 68 ár og eignuðust 16 börn. Helga lézt
30. sept. 1970 og vísast til dánarminningar um hana í Húnavöku
1971.
Þau hjón, Jóhannes og Helga fluttu tii Hcifðakaupstaðar 1907 og
bjuggu þar æ síðan. Lengst af bjuggu þau í Garði undir Spákonu-
fellshöfða, húsi er þau höfðu reist sér.
Þau hjón voru samhent og ósérhlífin að bjarga sér. Jóhannes
stundaði sjó, hafði kú og kindur og skciaði eftir því sem til féll. En
starfsemi skósmiðju þvarr mjög með innflutningi erlends skófatnað-
ar er á öldina leið.
Jóhannes var oft í þjónustu Höfnersverzlunarinnar á Skagaströnd,
hjá Hemmert faktor, enda var hann eftirsóttur sem velvirkur maður
og trúr, en kona hans, Helga, vann oft í síld og fiski, er það gafst.
Þau Jóhannes og Helga áttu sjálfstæða hugsun, er skóp þeirra lífs-
skoðun um hina vinnandi stétt. Var Jóhannes einn af stofnendum
Verkalýðsfélags Sauðárkróksbæjar 1903. Núverandi Verkalýðsfélag
í Hcifðakaupstað var stofnað á heimili hans Garði, 10. des. 1933.
Varð Jóhannes Pálsson heiðursfélagi þessa fyrrnefnda félags 1933.