Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 60
58
HÚNAVAKA
Schotten er 10 til 12 þúsund manna bær og flestir íbúanna virtust
vita hver við vorum enda skýrðu blöðin ítarlega frá veru okkar og
auk þess, reyndum við að blanda geði við fólkið eins og kostur var á.
SAMKVÆMISLÍFIÐ.
Það mætti skrifa langt mál um samkvæmislíf borgarinnar og veizl-
ur þær, er þau hjón sátu, en við látum nægja að taka lítið sýnishorn.
Það var mikið vegna þess, hve Gunnar jrekkti marga í Þýzkalandi,
að okkur gafst færi á að kynnast jafn mörgum og raun bar vitni. Af
því höfðum við bæði gagn og gaman, þ(')tt æði erilssamt væri á
stundum.
Einn daginn vorum við gestir Drechlers. Hann gerði margt fyrir
okkur og reyndist okkur í alla staði mjög vel. Dagurinn hófst með
því, að við mættum kl. sex að morgni á búgarðinum, en auk okkar
íslendinganna voru þarna nokkrir vildarvinir hans aðrir og deildar-
stjórar úr verzluninni. Fór nú allur hópurinn á útreiðar.
Riðið var glatt. Fyrst í gegnum Jrennan endalausa skóg, en síðan
ylir mýrlendi, sem líktist Jrví íslenzka. Það var í eina skiptið, sem
ég sá mýrar í Þýzkalandi. Þegar mýrunum sleppti, tóku við hæðir,
og á litlu lióteli, sem Jrar var, fengum við okkur hressingu og hvíld-
um hestana. Eftir góða áningu var haldið til baka. Drechsler á
nokkra íslenzka hesta. Þar á meðal skagfirzkan gæðing, sem hann
sat á í þessari ferð. Áttum við fullt í fangi með að fylgja honum
Jrví að hann tók snögga skeiðspretti og snarhleypti Jress á milli.
Drechsler er líka mikill áhuga og atorkumaður, sem mörgu hefur
kynnzt um dagana og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Að útreiðunum loknum var farið heim á hótel og haft fataskipti.
Nú áttu allir að fara í kirkju, en ég lield að rétt sé að Guðrún lýsi
Jrví, sem Jrar bar fyrir augu.
BORGAÐ FYRIR MESSUNA.
Að sjálfsögðu var Jretta katólsk messa, en þarna eru allir katólskir.
Kirkjan var geysistór, en mér fannst lnin dálítið köld.
Ég klæddist íslenzka búningnum og vakti hann óskerta athygli