Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 162
1(30
HÚNAVAKA
aðsetur í Reykjavík. Og hví ber endilega að láta Stéttarsamband
bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa fast aðsetur þar líka?
Þetta er e. t. v. það sem stjórnmálamennirnir kalla framkvæmd
stefnunnar um „jafnvægi í byggð landsins“. Slíkt „jafnvægi" stuðl-
ar hvorki að þeim tengslum, sem starfsfólki þessara stofnana eru
nauðsynleg til að ná fullum árangri í starfi, né auknum skilningi á
aðstöðu og þörfum hinna dreifðu byggða.
Eitt af höfuð vandamálum hinna dreifðu og fámennu sveita, er
hve erfitt er að veita ýmsa þá þjónustu, sem víða er talin sjálfsögð.
Eru skólamálin nærtækasta dæmið. Það er ekki lítill aðstöðumunur,
að geta veitt börnum sínum skólavist frá fyrstu skyldunámsstigum,
til háskóla á næsta götuhorni, eða að þurfa að koma þeirn í heima-
vist fjarri öryggi heimilisins, til að þau fái notið skyldunámsins. Um
framhald er ekki að ræða innan marka þessa héraðs, sem og margra
annarra. Til að bæta úr þessu, skal stefna að stofnun framhaldsskóla
og jafnvel menntaskóla t. d. á Húnavöllum, og yrði sá skóli sérhæfð-
ur á sviði landbúnaðar, (sbr. að hugmyndin er, að Menntask. á ísa-
firði tengist sjávarútvegi og fiskiðnaði). Hann yrði opinn nemend-
um af öllu landinu, sem m. a. hyggðust leggja stund á lengra bú-
fræðinám, eða á annan hátt vinna að málefnum landbúnaðarins. í
þessu sambandi má minna á samþ. síðasta aðalfundar Búnaðarsam-
bands A-Hún., um að stofna landbúnaðarbókasafn á Húnavöllum.
Framkvæmd þeirrar samþykktar gæti orðið fyrsti vísirinn að slíkri
skólastofnun — kím verður að styrkum stofni, ef vel er að því hlúð.
Ekkert er heldur í vegi fyrir því, að stofna iðnskóla á Húnavöll-
um, nema afturhalds- og íhaldssamur hugsanaháttur. í öllum iðn-
greinum er stel’nt að því að iðnþjálfun fari einnig að miklu leyti
fram í skólunum sjálfum.
Oft er rætt um andlega hnignun í kjölfar þéttbýlis og afbrota-
Inieigð, eiturlyfjanautn og margskonar taugaveiklun álitin talandi
tákn þar um. Einvera sveitanna og það vonleysi, sem burtför dug-
andi fólks veldur, leiðir fljótt til ógæfu af svipuðum toga. Gegn
hvoru tveggja verður helzt spornað með hæfilegri búsetu á báðum
stöðum.
Það er emiþd tími til að jramkvœma stefnuna um jafnvægi í byggð
landsins.
Torfalæk 10/1 1973.
Jóhannes Torfason.