Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 128
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON, Höfðakaupstað:
Sjósókn frá Höfóakaupsta&
fyrir 30 árum
Ávarp flutt á sjómannadaginn 6. júní 1971.
Nú á þessnm degi, sjómannadeginnm, vil ég bregða upp tyrir
ykkur mynd af sjósókn frá Höfðakaupstað fyrir 60 árum og einnig
mynd af þessu þorpi, eins og það var á unglingsárum mínum hvað
útlit snertir, einnig efnahag, atvinnuhætti og hugsunarhátt íbú-
anna, sem byggðu þá efnalega afkomu sína á sjónum, árabátaútgerð.
1 anda lít ég yfir þetta þorp eins og það var á þeim tíma. Litlir
torfbæir á víð og dreif, flestir með timburstafni, sem sneri í átt til
sjávar. Kringum þessi litlu hús voru túnblettir meira og minna
þýfðir og milli þeirra mýrardrög með forarkeldum, sem erfitt var
að komast yfir á sauðskinnsskóm, án þess „að vökna í fætur“, en þá
voru ekki til gúmmístígvél. í húsum þessum bjuggu víða stórar
fjcilskyldur, venjulega hjón með mörgum börnum sínum. Þykkir
torfveggir þessara húsa buðu byrginn íslenzkri vetrarveðráttu, þó
eigi nema að nokkru leyti. En þess var full þörf, þar sem hlýjan og
skjólgóðan klæðnað vantaði, vegna fátæktar þorpsbúa, hitunartæki
ófullkomin, mór og sauðatað, sem var þá brennsluefni, oft illa
þurrt. Þykk frosthéla var á litla baðstofuglugganum á vetrum, sem
bar vott um köld húsakynni, enda börn þá oft með kuldabólgu á
höndum. Börnum þess tíma, sem nú eru orðin aldin að árum, eru
minnisstæðar fallegu frostrósirnar á gluggum og þau þýddu héluna
með handarjaðrinum, svo að þau sæju út. Svo köld húsakynni
mundu nú ekki kallast íbúðarhæf. Þá var hækkandi sól, þegar vor
nálgaðist, og loks sumar, með sólskini og blómskrúða, þráður gestur.
Sjómennska var aðalstarf þorpsbúa og atvinnutæki þeirra voru
litlir árabátar, flestir fjögurra manna för 6 rónir. Á þessum ófull-
komnu farkostum sóttu þeir sjóinn nær árið um kring. Kjarkur,
karlmennska og trú á guðlega vernd, gerði þeim mögulegt að sækja
gull í greipar ægis á slíkum farkostum. Heima var þörfin brýn, því
að víða biðu margir munnar saðningar, er því augljóst að þrátt