Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 176
Fréttir og fróéleikur
VEÐRÁTTAN 1972.
Árið byrjaði með hlýviðrakafla,
sem stóð á þriðju viku. Leysti þá
af láglendi þann snjó er komið
hafði fyrir og um jólin. í þorra-
byrjun hlóð niður snjó í nokkra
daga, svo að nokkrar samgöngu-
truflanir urðu. Frostlítið var, en
veður óstöðugt. Síðan brá til
hláku á ný, og var veðurfar ein-
staklega milt og áfallalaust allan
veturinn. Aldrei komu veruleg
frost, utan tvo eða þrjá daga
seint á góunni, engin hríðar-
á'hlaup gerði, og oftast var alauð
jörð í byggð. Allir vegir voru
færir sem að sumri til. Stóðhross-
um var yfirleitt ekkert gefið, og
gengu þau þó ágætlega undan
vetri. Vetrarbeit var víða talsvert
notuð fyrir sauðfé. Kjarnfóður-
gjöf var heldur með minna móti,
enda heybirgðir yfirleitt nægar.
Vorið var afar hagstætt, frem-
ur hlýtt, hretalaust, en heldur
þurrt. Gróður kom ekki mjög
snemma, en greri jafnt og hægt
allt vorið. Var nægur sauðgróð-
ur kominn um miðjan maímán-
uð, og var þá sauðburður hafinn,
eða að hefjast hjá bændum. Var
fóðureyðsla á sauðburði mun
minni en um langt árabil, þó að
meiri hluti bænda léti ærnar
bera á húsi eða við hús. Gekk fé
ágætlega fram, og með fleira
móti af ám reyndust tvílembdar.
Var ám sleppt á úthaga fljótlega
eftir burð. Voryrkjur gengu
greiðlega og var lokið í fyrra
lagi. Hófst jarðvinnsla óvenju
snemma. Heyfirningar urðu
nokkrar, en samt ekki verulegar.
Grasspretta var lengi vel hæg,
þótt klaki færi fljótt úr jörð.
Enda var veðrátta í júní tiltölu-
lega kaldari, en fyrri hluta vors-
ins. Um mánaðamótin júní-júlí
hlýnaði mjög samfara allmikilli
vætu. Tún spruttu þá mjög ört,
og kom alls staðar legugras á fá-
um dögum. Sláttur hófst sum-
staðar síðustu dagana í júní og
náðust þá hey með góðri verkun.
Það var þó ekki nema hjá fáum