Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 229
HÚNAVAKA
227
rabb. Síðan skipað í flokka til
leitar út frá Sandárbúð eftir
„kompáspunktum" er mynduðu
ótal útúrkróka sem höfnuðu á
fyrirfram ákveðnum enda-
punkti. Síðar um daginn, er
flokkarnir voru komnir á enda-
punkt, barst skyndilega neyðar-
kall frá flugvélinni TF-HRAP,
sem hafði nauðlent. Flugmaður-
inn gat ekki staðsett sig, en hafði
haft meðferðis labb-rabb tæki og
því hægt að miða hann út. (Slíkt
gæti komið sér vel fyrir gangna-
menn í leitum). Flugmaðurinn
fannst fljótlega og hjá flugvél-
inni slasaðir menn, sem fluttir
voru á sjúkrabörum til tjaldbúða
og færðir sérþjálfuðu fólki í
hendur. Er hér var komið var
komið var farið að líða á daginn
og gól og undur farin að gerast
tíð úr mögum manna og sögðu
sjúkraliðar það aðal sjúkdóms-
einkenni nefndra flugfarþega.
Ekki hafði Hannes setið auðum
höndum á meðan skipsfélagar
hans höfðu ætt um móa og mela.
Hafði hann stormað með heima-
varnarliðið, kvenfólk og börn, út
í tjald eitt mikið, 70 manna far,
og kynnt þeim þar skyndihjálp,
bæði munnlega og verklega, auk
þess sýnt þeim ótal kvikmyndir
máli sínu til sönnunar og fróð-
leiks.
Á sunnudaginn gerðist það
helzt að sýnd voru fluglínutæki,
Við Sanddrbúð að loknu móti. Hluti
Blönduósinga, er siðastir urðu af móts-
stað og biðu eftir farkosti til að flytja
búnað til byggða.
blys og helztu merkjagjafir. Þá
gerðust einnig þau undur að
togari strandaði á einu kóralrif-
inu í Sandá. Allur útbúnaður
var við hendina til björgunar og
tókst að bjarga á land allri skips-
'höfninni, en ekki varð hægt að
komast hjá því að sumir yrðu
kollvotir í Sandá.
Margt mætti nefna fleira, sem
gert var sér til gamans og þó í
fullri alvöru, ef betur væri að
gáð. Slíkar samæfingar eru brýn
nauðsyn fyrir alla, sem hlut eiga
að máli. Fólk, sem var þessa daga
samankomið við Sandárbúð,
virtist almennt mjög ánægt með
æfingu þessa og fylgdarlið björg-
unarsveitamanna kvaðst að lok-
um ekki sleppa slíku tækifæri,
ef því byðist slíkt aftur síðar,