Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 27
HÚNAVAKA
25
uðu mikið bridds í Fellunum, Lomberinn var að detta út. Nokkrir
elztu karlarnir hættu samt ekki við hann. Á einstaka bæ voru þeir
svo gráðugir í briddsinn að þeir sátu yfir spilunum alla vikuna.
Einu sinni spilaði ég í tvo sólarhringa, án þess að leggja mig.
Við fórum bara í húsin og gáfum fénu morgungjöfina og aftur síðar
um daginn, en spiluðum þess á milli.
Fyrsti bíllinn kom þarna austur, sumarið eftir að ég var í Valla-
nesi. Meyvant Sigurðsson, nú á Eiði, var með hann og flutti vörur
frá Reyðarfirði upp á Hérað. Fagradalsbrautin var bílfær, þó að
hún væri byggð fyrir hestakerrur. Sumum bændunum var illa við
þetta, þótti slæmt að mæta bílnum með hestakerru á þröngum veg-
inum.
Til Reyðarfjarðar var löng leið, mj()g bratt upp úr firðinum og
víða skarpar beygjur á veginum. Oft var sami maðurinn með tvær
kerrur. Annar hesturinn var þá bundinn aftan í fremri kerruna.
Þegar beygjurnar voru teknar, var alltaf nokkur liætta á ferðum
með aftari kerruna, ef hesturinn var ekki því öruggari. Ég missti
hana einu sinni fullhlaðna niður í skurð. Kjálkinn brotnaði, en
hesturinn meiddist ekki. Reyndist mér erfitt viðfangsefni að koma
kerrunni á réttan kjöl einsamall. Það tókst þó og einnig að tjasla
kjálkanum sarnan, því að ég hafði alltaf með mér hamar og nagla.
HALDIÐ ÞIÐ AÐ SKÍTURINN SF HVÍTUR í REYKJAVÍK
Kynnúst pú ekki mörgum minnisverðum mönnum parna?
Þarna voru margir sérstæðir karlar bæði í tali og framkomu og
ekki alltaf heflaðir. Þessir karlar voru meira virði en margt af því,
sem er í sjónvarpi og útvarpi nú á dögum.
Mér er t. d. minnisstæður einn bóndi. Sumir höfðu horn í síðu
hans, því að hann sagði meiningu sína tæpitungulaust, en það þoldu
náttúrlega ekki allir.
Hann komst að því, að ég dyttaði að ýmsu á bæjunum og það
mundi vera hægt að nota mig til þess. Samdi hann um að fá mig í
hálfan mánuð. Fékk hann mér í hendurnar dót, sem þurfti að lag-
færa og sagði mér að smíða hjólbörur. Það var töluverð smíði á
hjólbörum, einkum hjólinu, a. m. k. með ófullkomnum verkfær-
um, en ég hafði það af. Karl virtist hinn ánægðasti og vildi að ég