Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 142
140
HÚNAVAKA
ég kom að Karlsskála, að það væri aurnt að eiga kartöflur á Síðu og
geta ekki náð í þær, en ég lofaði engu um að taka kartöflur, enda
fóru þau ekki frarn á það við mig. — Áður en ég fór frá Síðu talaði
ég um það við Jakob, að hann skyldi skipta kartöflupokanum til
helminga og skyldi ég taka helminginn. — Setti hann 3 poka utan
um, þar eð við vorum hræddir við frostið. Síðan þakkaði ég þeim
hjónum fyrir góðgerðirnar og kvaddi þau. — Hjálpaði Jakob mér að
koma þessu á mig og lagði ég síðan af stað.
Ég hélt beina leið að Neðri-Lækjardal. Voru allar girðingar á kafi
í snjó og sást hvergi ydda á staur. — í Neðri-Lækjardal skilaði ég
pósti, en stoppaði aðeins til að skrifa á stundaseðilinn. — Póstpok-
inn, sem ég skildi eftir og mun hafa verið um 7 pund að þyngd átti
að fara á Refasveitina og Laxárdalinn.
Fór ég síðan að Höskuldsstöðum. Séra Pétur beið eftir mér, þótt
klukkan væri að ganga 2 um nóttina. Var þar þá næturgestur, Valdi-
mar Kristjánsson á Neðstabæ, sem tók póst upp í Norðurárdalinn. —
Ég fékk hressingu, mjólk og smurt brauð, áður en ég lagði aftur af
stað. — Ég brauzt áfram úteftir í ófærðinni, en veður var óbreyít.
Ég kom við á Syðri-Ey með nokkur blöð og hitti Magnús Daníels-
son, en stoppaði ekkert þar. Fór ég beinustu leið, en gekk seint, því
að þetta seig nokkuð í, sem ég bar. Þegar ég kom út fyrir Hallá og
upp á melinn fyrir sunnan Vindhæli, sá ég ljósin á Súðinni, sem var
að koma að norðan. Gizkaði ég á, að hún væri fram undan Örlygs-
stöðum, en skyggni var gott. — Setti ég mig nú út allan Vindhælis-
flóa og svitnaði ég undir „uggum“, því að Súðin skreið betur áfram
en ég. — Ernst Berndsen var búinn að lofa mér uppskipunarvinnu
við Súðina, ef ég yrði kominn úr póstferðalaginu.
Þegar ég kom út undir Hrafná henti mig það óhapp, að fara ofan
í dý með annan fótinn og blotnaði. Þetta dý leggur aldrei. Var smá
snjóhem yfir það og því ekki gott að vara sig á því.
Þegar ég kom út á Skagaströnd, var slæmt að kornast eftir veginum
sijkum snjóhryggja, er lágu víða yfir hann. — Er ég kom að Karls-
minni mætti ég Lúðvík Kristjánssyni. Var hann að ræsa menn í
skipið og á leið inn á Hólanes. Þá var skipið rétt ókomið inn á höfn-
ina.
Allri vöru var skipað bæði á land og fram í skip á bát, sem Oskar
Þorleifsson átti, en hann bjó í Sæbóli.
Þegar ég kom að Karlsskála, kastaði ég af mér byrðinni. F.rnst