Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 47
HÚNAVAKA
45
sinni að Mosfelli. Hann þótti því fyrirmyndar maður um marga
hluti.
Kona hans, móðir Halldórs, Sigríður Halldórsdóttir, þótti merk
kona og mikilhæf. Sá ég hana eitt sinn á gangi við Austurvöll, með
syni sínum, Halldóri, og er það með allra fyrirmannlegustu konum,
er ég hefi séð á íslenzkum búningi, að allri reisn.
Um þær mundir, er Halldór hefur göngu sína sem skáld, vottar
fyrir allsjaldgæfu fyrirbrigði um trúarlíf andans manna. Skáld og
lærdómsmenn tóku katólska trú á Englandi. Lars Eskeland, merk-
ur lýðháskólastjóri í Noregi og Sigríd Undset, skáldkonan norska.
Á íslandi Stefán frá Hvítadal og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi,
en Þorsteinn Björnsson, cand theol og skáld frá Bæ, sótti um upp-
töku í söfnuðinn, en eigi varð af trúskiptum.
Þetta hafði mikla þýðingu fyrir Halldór. Hann dvaldi í klaustri
í Clervaux í Luxemborg 1922 og 1923—24 í Jesúítamunkaskóla í
London, sömu reglu og Jón Sveinsson (Nonni) heyrði til. Þar lærði
hann erlend mál til fullnustu og lifði í friði og ró, áhyggjulausu lífi
um tímanlega velferð. En slíkt er hverjum nauðsyn, sem er að
brjóta til mergjar lífsskoðun sína og finna sjálfan sig sem rithöfund
og boðbera meðal þjóðar sinnar.
Á þessum árum kom út skáldrit hans, Undir Helgahnjúk 1924 og
Vefarinn mikli frá Kasmír 1927. Þar kemur Halldór fram sem skáld
í mótun, efnilegt að margra sýn og hin borgaralega yfirstétt tekur
honum vel og fær hann hrós í Morgunblaðinu.
Árið 1928 dvelur skáldið á þriðja ár í Vesturheimi, Kanada og
Kaliforniu, en þá er kaldranaleiki kreppunnar farinn að segja til
sín. Mikið djúp er staðfest á milli auðmanna og öreiga, er hefur
mikil áhrif á skáldið, er gjörist nú sósialisti. Má það sjá af Alþýðu-
bókinni 1929. Er þar komið víða við, svo sem um búskap á íslandi,
þrifnað meðal landsmanna, o. s. frv. Meðal annars er þar minnsí
skálda all rösklega. Svo sem stórskálds Norðmanna, Knut Hamsun.
Þar segir meðal annars: „Knut Hamsun hefur komizt upp á lag með
að segja allhlálegar sögur, hann sé auðvaldsseggur og afturhalds-
seggur, eins og höfundur þessara hugleiðinga sannaði í Morgun-
blaðinu fyrir 10 árum og stundar þar að auki sagnaskáldskap sem
atvinnugrein, en að vísu hefur hann aldrei komizt í hálfkvist við
einn af mínum beztu vinum, gamlan skútukarl og fylliraft, sem
Brynki hét, kallaður sífulli, þótt verið hafi ófyllri, en margur, sem