Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 133
HÚNAVAKA
131
Við snerum okkur að afa. „Er þetta satt, sem hann sagði? Hefur
hann lent í öllum þessum ævintýrum"? spurðum við. Afi svaraði
ekki strax, seildist í vasa sinn eftir tóbakspontunni sinni og fékk sér
hressilega í nefið. „Já“, sagði hann síðan. „Hann Láki hefur aldrei
sagt vísvitandi ósatt orð, en stundum hefur hann ruglað saman
veruleika og því, sem hann vildi að væri veruleiki. Hann hefur
alltaf verið haldinn óseðjandi ævintýraþrá. Sú ævintýralöngun hef-
ur mest bitnað á honum sjálfum. Hann hefur víða verið, mikið unn-
ið, en ekkert orðið við hendur fast. Það fer svo um suma. Nú er
liann búinn að strita ævilangt, og á ekkert nema minningarnar um
sína viðburðaríku ævi.
Finnst ykkur þá nokkuð undarlegt, þótt sumir þeirra breyti um
svip og verði stórfenglegri en efni standa til“?
Nei, okkur fannst það ekkert undarlegt, og í huga okkar örlaði á
skilningi á því, að ef til vill hefði ævin hans Láka ekki verið eins
skemmtileg og mátt hefði ætla, og nú væri hann þrátt fyrir allt ein-
mana gamall maður.
-^g,
LEIÐRÉTTINGAR
/ Húnavöku 1966 í viðtali við Önnu Reiners, er Níels Jónsson talinn látinn.
Það er ekki rétt. — Níels Hafsteinn Jónsson er facddur 16. okt. 1887. Hann er
elzta barn Guðnýjar Málfríðar Pálsdóttur og Jóns Sigurðssonar, er bjuggu á
Balaskarði í Laxárdal. A Balaskarði bjó Níels einnig. Kona hans var Emelía
Grímsdóttir ættuð úr Breiðafirði. Þau áttu þrjár dætur, en brugðu búi og slitu
samvistir, er Níels missti heilsuna. Níels dvaldi miirg ár í Hálsasveit í Borgar-
firði, en flutti til Revkjavíkur og dvelur nú á Elliheimilinu Grund.
/ Húnavöku 1972 bls. 153 í 9. línu að neðan stendur Margrét Sigurðardóttir,
á að vera Margrét Árnadóttir.