Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 7
7
Grein þessi byggir á erindi sem haldið var á alþjóðlegri safnaráðstefnu á
síðasta ári. Greinin, eins og erindið, hefst innan landamæra þess bók-
menntaforms sem kennt er við játningar.1 Eftir að ég þáði boð um að halda
erindið fann ég nefnilega fyrir sektarkennd. Það rann upp fyrir mér að
ekki væri nóg með að málefni safna gætu vart talist á mínu rannsóknasviði,
heldur hefði ég í seinni tíð ekki sótt söfn eins mikið og ég gerði áður fyrr.
Glöggt teikn um þessa „tilhneigingu“ er að á allra seinustu árum hef ég
nokkrum sinnum sótt heim erlendar borgir án þess að stíga fæti inn á söfn
sem þar er að finna. Þetta leiddi hugann að því að ég hafði raunar einnig
„vanrækt“ leikhús á þessu tímaskeiði. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég taldi
ólíklegt að ég væri orðinn svo gjörsamlega bóklægur, sem kennari og
könnuður á sviði bókmennta, að ég hefði með öllu glatað áhuga á því sem
fram fer í söfnum og leikhúsum. Ég leitaði huggunar í tilhugsun um það
menningarflakk sem falist hefur í störfum mínum á sviði þýðinga og þýð-
ingafræði og raunar einnig innan menningarfræðinnar og þess þverfaglega
sviðs sem kalla má „staðafræði“ og felst í könnun á eðli og virkni þeirra
margvíslegu staða sem marka lífsferil okkar, hvort sem dvalið er á heima-
slóð eða haldið í ferðalög, huglæg eða raunveruleg.2
1 Þetta var ráðstefna á vegum international Council of Museums (iCOM/CECA):
Museum Education in a Global Context – Priorities and Processes, Reykjavík 5.–10.
október 2009.
2 Ég leyfi mér að benda hér á eftirfarandi rit mín: Tvímæli. Um þýðingar og bók-
menntir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Háskólaútgáfan,
1996; ýmsar greinar í bókinni Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 1999; og greinarnar „Að eiga sér stað. Tómarúm, staður og steinn í
sögum Svövu Jakobsdóttur“, Andvari, 126/2001, bls. 141–157, og „Stað arljóð“,
Ástráður Eysteinsson
Söfnun og sýningarrými
Um söfn, hefðarveldi og minningasetur
Ritið 1/2010, bls. 7–23