Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 61
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS
61
Hér verður ekki fjallað um þann hluta rannsóknarinnar er lýtur að
afstöðu forsvarsmanna menningarstofnana til samstarfs við einkaaðila7 en
í lokaorðum greinarinnar er vikið lítillega að afstöðubreytingu ríkisvalds-
ins til kostunar á menningarstarfsemi í kjölfar hátíðarinnar „Reykjavík
menningarborg Evrópu árið 2000“ og með einkavæðingu ríkisbankanna á
árunum 2002–2003.
Menningarmiðstöðin Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur kostað menningarviðburði og sýnt listinni áhuga um
langa hríð. Sem merki um það er að við flestar virkjanir fyrirtækisins má
finna listaverk eftir þekkta íslenska listamenn. Forsögu þess rekur
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, til fyrri hluta
síðustu aldar:
Þegar verið var að reisa virkjanirnar við Sogið má segja að
Ásmundur Sveinsson og Kjarval hafi verið hirðlistamenn orku-
stöðvanna. Þær geyma málverk eftir Kjarval og höggmyndir
eftir Ásmund og það er ekkert undarlegt því að líta má á virkj-
anirnar svipuðum augum og kirkjur á miðöldum. Menn litu svo
mikið upp til þessara hofa, eða „orkuhofa“, að það þótti við hæfi
að þar væri að finna verk eftir okkar fremstu listamenn. Síðar
þegar Landsvirkjun er stofnuð árið 1965 var kaupum á listaverk-
um haldið áfram, líkt og flestir þekkja, t.d. með verki Sigurjóns
Ólafssonar við Búrfell. Þessi hefð hefur haldist síðan og allar
stöðvarnar okkar eru skreyttar með myndlist.8
Markmið Landsvirkjunar er að tengja ímynd fyrirtækisins við frumkvöðla-
starf, náttúru landsins og þjóðararfinn. Þeir Ásmundur Sveinsson og
Kjarval voru frumkvöðlar í íslenskri myndlist og sóttu efnivið í verk sín í
náttúru og goðsagnaheim landsins. Virðing fyrir verkum þeirra er rót gróin
og þeir hafa öðlast sess „gömlu meistaranna“ í orðræðu um myndlist á
7 Fjallað er um þann hluta rannsóknarinnar er lýtur að afstöðu forsvarsmanna
menningarstofnana til samstarfs við einkaaðila í grein minni og njarðar Sigur-
jónssonar, „Viðskiptavæðing menningarlífsins; nokkrar athugasemdir um áhrif
nýfrjálshyggju á menningastofnanir á árunum 2002 til 2008.“ Greinin birtist í ráð-
stefnuriti Félagsvísindastofnunar, Rannsóknir í félagsvísindum IX Hagfræði- og
viðskiptafræðideild, ritstj. ingjaldur Hannibalsson, Reykjavík: Félagsvísindadeild
Háskóla Íslands, 2009, bls. 413–425.
8 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008.