Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 142
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR 142 rökrænni og „réttri“ framsetningu á viðfangsefninu og ef vel er að sýning- um staðið ættu safngestir að geta lært á sjálfstæðan hátt. Þá er bent á að það þyki ekki góð notkun á fjármagni skattborgara að einungis fáir hafi gagn af söfnum (bls. 253). Að skrúðgörðum og bókasöfnum meðtöldum voru söfn álitin hentugt og skipulagt umhverfi fyrir örvandi afþreyingu. Þessi svæði höfðu verið „frátekin“ fyrir þá sem voru í góðum efnum þar til á fyrri helmingi 19. aldar þegar viðhorf breyttust í þá veru að afþreying ætti að vera samfélagsleg og öllum aðgengileg. Hugmyndir um menntun fyrir alla komu reyndar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en í kringum 1870.37 Skemmtilegur listi var settur saman árið 1880 til að hjálpa fólki við að skoða söfn og má segja að hann hafi staðist tímans tönn því að upplýsing- arnar gætu margar hverjar átt við í dag. Hér eru nokkrar glefsur af listan- um sem samanstendur af tólf atriðum: 1. Forðist að skoða of mikið; 2. Munið að meginhlutverk mynda og muna er að fræða; 3. Takið minnisbók með og punktið hjá yður það sem þér upplifið; 4. Munið að það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða á safni; 5. Farðu reglulega á safn í næsta nágrenni og nýttu þér allt sem þú getur lært þar sjálf(ur) þér til göfgunar og framdráttar.38 Í fyrri heimsstyrjöldinni voru söfn notuð sem kennslurými þegar skóla- byggingar voru notaðar í hernaðartilgangi. Sýningar höfðu á þessum tíma oft þann tilgang að upplýsa fólk meðal annars um meðhöndlun ungbarna eða almennt um heilsu og heilbrigði.39 Breskar skýrslur um ástand safn- fræðslu frá árunum 1928–1970 fjalla allar um óreiðu í safnfræðslumálum. Skýrslurnar benda jafnframt á þá gríðarlegu möguleika sem fyrir hendi eru ef „rétt“ er farið að.40 Tvær skýrslur sem komu út árið 1973 og 1979 bentu á mikilvægi þess að þjálfa kennaranema í að nota söfn og stuðla þannig að því að nemendur fái að njóta safna með kennara sem er óhræddur við að nýta sér þessa auðlind. Einnig er lögð áhersla á almennt menntunargildi safna, ekki einvörðungu fyrir skólahópa.41 Eftir seinni heimsstyrjöldina breyttust áherslur safna úr opnum svæðum til fræðslu fyrir almenning í lokuð svæði fyrir útvalda sérfræðinga. Þeir höfðu meiri áhuga á rannsóknum 37 Eilean Hooper-Greenhill, Museum and gallery education, bls. 16. 38 Sama rit, bls. 16–17. 39 AlmaDís Kristinsdóttir, Safnfræðsla: (ó)gjörningur?, óbirt dipl.Ed. ritgerð, Há - skólinn á Akureyri, kennaradeild, 2004, bls. 14. 40 Eilean Hooper-Greenhill, Museum and gallery education, bls. 53. Hér er átt við skýrslurnar: Miers Report frá 1928, Markham Report frá árinu 1938 og Rosse Report frá árinu 1963. 41 Sama rit, bls. 59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.