Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 33

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 33
33 ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD arinnar á borð við þær sem Ole Worm sótti heim. Langferðin var studd stöðugum bréfaskiptum milli „virtúósanna“ og lagði ásamt þeim grunninn að nýrri tegund þekkingar við upphaf nútímans. Ef horft er til þess að langferðin kom í staðinn fyrir hefðbundið „staðnám“ má draga af því nokkra ályktun um þekkingarfræði þessa tíma. Virtúósarnir settu fram nýjar hugmyndir um hvernig menn gætu öðlast þekkingu á heiminum sem gengu út á að reynslan væri traustasti grundvöllur þekkingar. Þeir lögðust í ferðalög bæði til að siðmenntast og til þess að tileinka sér það sem þeir álitu vera „sanna þekkingu“, þ.e.a.s. þekkingu byggða á beinni reynslu.21 Í þessu skyni litu þeir (a.m.k. stundum) upp úr skruddunum og beindu sjón- um sínum að hlutum. Þeir lögðu ríka áherslu á beina snertingu og milli- liðalausa upplifun á hlutum þessa heims, en þó sér í lagi á þeim hlutum sem mestri virðingu stafaði frá í krafti framandleika, forneskju eða fyrir aðrar forvitnis sakir. Þekkingin var að vísu mest sótt í bækur enn um sinn, en virtúósarnir gáfu reynslunni vaxandi vægi sem viðbót við hið ritaða orð og bein kynni af hlutunum hjálpuðu þeim að sannreyna það sem þeir lásu í bókum.22 Langferð Ole Worm um Evrópu lauk með dvöl í London, þar sem hann starfrækti eigin læknisstofu í hálft annað ár auk þess sem hann gerðist líflæknir hjá baróninum Robert Rich og fjölskyldu hans.23 Að lokum sneri Worm þó aftur til Kaupmannahafnar og þáði þar stöðu við háskólann, fyrst sem almennur kennari (professor pædagogicus, byrjunarstarf sem fól einkum í sér latínukennslu), en síðar sem prófessor í grísku og eðlisfræði. Árið 1624 varð hann loks prófessor í læknisfræði og gegndi því starfi til æviloka. Fimm sinnum varð hann rektor Kaupmannahafnarháskóla.24 Upphafið að safni Ole Worm, Museum Wormianum, má rekja nokk- urn veginn til ársins 1620.25 Þau furðuverk jarðar, náttúru og menningar 21 Justin Stagl, A History of Curiosity. The Theory of Travel 1550–1800, Chur, Switzer- land: Harwood Academic Publishers, 1995, bls. 65. 22 Um hvort og hvernig megi spyrða saman empírisma og endurreisn, sjá t.d. Dominik Collet, „„Fructus AHOVAi dictae mirabilis“ – Wissenproduktion in der Kunstkammer am Beispiel der brasilianischen Ahovai-nuss“, Mitteilungen des Instituts für Europäische Kulturgeschichte, Sérhefti: Wissenwelten. Entstehung und Aufbau der neuzeitlichen informationskultur, 2003. 23 Ejnar Hovesen, Lægen Ole Worm 1588–1654, bls. 63, 209. 24 Sama rit, bls. 127–234; Klavs Randsborg, „Ole Worm. An Essay on the Modernization of Antiquity“, Acta Archaelogica, 65/1994, bls. 135–169, hér bls. 135; Halldór Hermannsson, „Ole Worm“, bls. 46–47; Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi, iV. bindi, bls. 200. 25 H.D. Schepelern, „The Museum Wormianum Reconstructed. A note on the
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.