Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 28
28
VALDiMAR TR. HAFSTEin
inda og milli einstakra greina lista eða vísinda – voru heldur ekki gerðar
með þeim hætti sem nú tíðkast.
Frá sjónarhóli nútímans voru virtúósarnir fjölfræðingar og oft fjölhæfir
listamenn, en þeir voru fyrst og fremst athafnamenn sem notuðu þekkingu
sína og hæfileika til að skapa sér atvinnutækifæri þar sem engin voru fyrir
og til þess að ávinna sér virðingu aðals og embættismanna. Þeir sönkuðu
að sér virðingarhlutum, rannsökuðu þá og lýstu þeirri þekkingu sem hlut-
irnir stóðu í sambandi við. Jafnframt stilltu þeir þeim út til sýnis í söfnum
sem þeir settu á laggirnar hver á sínum stað og vöktu undrun og virðingu
þeirra sem sóttu þá heim. Saman sköpuðu þessir menn nýja tegund hlut-
gerðrar þekkingar og bjuggu um leið í haginn fyrir nýja stétt veraldlegra
menntamanna í Evrópu.7
Fyrir endurreisn og nýöld hafði miðaldakirkjan verið handhafi þekk-
ingar; sönn þekking gat aðeins þrifist í skjóli kirkjustofnunarinnar og átti
talsverðan þátt í myndugleika hennar. Á upphafsskeiði nútímans kemur
veraldlegi menntamaðurinn hins vegar fram sem þriðja aflið í evrópskum
samfélögum, við hliðina á hinu pólitíska og geistlega valdi, hirðinni og
kirkjunni.8 Þetta gerðist um leið og hratt fjaraði undan heimsmynd mið-
alda. nýtt landslag leit dagsins ljós við fund „nýja heimsins“ og saman-
burðurinn afhjúpaði hve afstæð stjórnskipan, lífshættir og gildi „Gamla
heimsins“ voru. Á sama tíma brutu siðaskiptin vald miðaldakirkjunnar á
bak aftur í norður-Evrópu og gagnsiðbótin í Suður-Evrópu setti kirkjunni
sömuleiðis ákveðin mörk.
Þetta sögulega rof opnaði glufur sem klárir einstaklingar gátu nýtt sér
til að koma sér á framfæri sem fagmenn á sviði veraldlegrar þekkingar.
Þetta voru virtúósar, þ.e.a.s. virðulegir menntamenn með brennandi áhuga
7 Krysztof Pomian, Collectors and Curiosities, Paris and Venice, 1500–1800, Cambridge:
Polity, 1990; Arthur MacGregor, Curiosity and Enlightenment: Collectors and
Collections from the Sixteenth to the Nineteenth Century, new Haven: Yale University
Press, 2007; Patrick Mauries, Cabinets of Curiosities, London: Thames and Hudson,
2002; Dominik Collet, Die Welt in der Stube. Begegnungen mit Außereuropa in
Kunstkammern der Frühen Neuzeit, Ritröð: Veröffentlichungen des Max-Planck-
instituts für Geschichte, 233, Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht, 2007.
8 Eva Schulz, „notes on the History of Collecting and of Museums“, Journal of the
History of Collections, 2/1990, bls. 175–187, hér bls. 175; Luce Giard, „Remapping
Knowledge, Reshaping institutions“, Science, Culture and Popular Belief in
Renaissance Europe, ritstj. Stephen Pumfrey, Paolo L. Rossi og Maurice Slawinski,
Manchester og new York: Manchester University Press, 1991, bls. 19–47, hér bls.
19.