Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 85
85
Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi
Snorra Þorfinnssyni sem stend-
ur á öxl móður sinnar.10 Ekki er
vitað hvað varð um afsteypuna
sem var send til new York en
aðrar afsteypur af Fyrstu hvítu
móðurinni í Ameríku voru afhjúp-
aðar u.þ.b. hálfri öld síðar, fyrst
í Glaumbæ, byggðasafni Skag-
firðinga árið 1994 þar sem Guð-
ríður og eiginmaður hennar,
Þor finnur karlsefni, ásamt syn-
inum Snorra eiga að hafa gert
sér heimili eftir stutta búsetu í
nýja heiminum.11 Árið 2000, í
tilefni af þúsund ára afmæli
„landafundanna“ í Am eríku var
annarri afsteypu af verkinu kom-
ið fyrir á Laugar brekku á Snæ-
fellsnesi, þar sem Guðríður á að
hafa fæðst. Þessar síðari tíma af-
steyp ur og staðsetningar þeirra
fléttast augljóslega inn í átak
menningartengds ferðaiðnaðar
til að „virkja“ menningararfinn
og gera hann „sýnilegan“.12 Áður en verkinu var komið fyrir á Laugarbrekku
var þriðju afsteypunni komið fyrir við mikla athöfn í Þjóðmenningarsafninu
í höfuðborginni Ottawa í Kanada. Athöfnin var opnunarathöfn íslenskra
hátíðahalda í norður-Ameríku sem stóðu yfir í nokkra mánuði þar sem
„íslensku landafundunum“ var haldið á lofti á ýmsum stöðum m.a. með
siglingu skipsins Íslendings til hafna í Vestur heimi,13 farandvíkingasýningu
Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, ritstj. inga Lára Bald-
vinsdóttir, Reykjavik: Þjóðminjasafnið, 2008, bls. 27–48.
10 Sjá Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða.
11 Sömu rit.
12 Menningartengd ferðaþjónusta, Reykjavík: Samgönguráðuneytið, 2001.
13 Skipið var byggt af Gunnari Marel Eggertssyni sem ásamt áhöfn sigldi því frá
Íslandi til hafna á Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum árið 2000. Árið 2008 var
skipinu komið fyrir í sérbyggðu safni, Víkingaheimum, og er nú sýningargripur.
Ásmundur Sveinsson, Fyrsta hvíta móðirin í
Ameríku.