Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 34
34
VALDiMAR TR. HAFSTEin
sem Worm hafði sankað að sér á ferðalögum sínum mynduðu grunninn að
safninu en þorra safngripanna aflaði hann síðar með bréfaskiptum. Worm
var innvígður og innmúraður í alþjóðlegt tengslanet virtúósa út um alla
Evrópu og var meðal annars í sambandi við fræga safnara á borð við
Athanasius Kircher, Fabri de Peiresc, Achille Harlay, isaac Lapeyère og
Jan de Laet.26 Auk safnara átti Worm þó einnig í bréfaskiptum við lækna,
fornfræðinga og aðra lærða menn.
Í svarbréfum Worm má reglulega finna vísanir í muni sem pennavinir
hans ánöfnuðu safninu, en líka fjölmargar beiðnir á borð við þessa: „Ef þú
rekst á eitthvað fágætt á ferðum þínum sem gæti auðgað safn mitt af nátt-
úrugripum bið ég þig að hafa mig í huga.“27 Vöxt safnsins má því rekja í
gegnum bréfasafn Worm og þar má einnig sjá hvert áhugi hans beindist á
ólíkum tímabilum. Bréfin veita um leið innsýn í nálgun Worm á söfnunina
og þar með hvernig þekking var sköpuð á þessum tíma.
Langferðin og tengslanet þekkingar og virðingar lögðu þannig grunn-
inn að safni Ole Worm í Kaupmannahöfn. Safnið hans var aftur sjálft hnit
í þekkingarkerfi síðendurreisnarinnar; ungir langferðalangar höfðu við-
dvöl í Kaupmannahöfn til að berja það augum og virtúósar annarra landa
skiptust á bréfum, hlutum og upplýsingum við Ole Worm. Þegar hann lést
árið 1654 var safnið hans í miklum metum og einum safngesti sagðist svo
frá að í þessu safni:
... finnast og er hægt að skoða í forundran skrýtið og forvitnilegt
fágæti og hluti sem fæstir hafa áður sést. Margir konunglegir
gestir og erindrekar sem heimsækja Kaupmannahöfn biðja um
að fá að sjá safnið sökum þess hve þekkt það er og hvað það
getur kennt um framandi lönd, og þeir undrast og horfa með
aðdáun á það sem fyrir augu ber.28
illustration of 1655“, Journal of the History of Collections, 2(1)/1990, bls. 81–85, hér
bls. 81.
26 Sama rit, hér bls. 85.
27 „Si qvæ præterea in peregrinationibus tuis occurrant rara, qvæ thesaurum meum
naturalem locupletare possing, mei memor ut sis rogo“, Ole Worm í bréfi til
Christen Stougaard í Strasbourg, 19.05. og 13.10. 1628; Ole Worm, Olai Wormii
et ad eum doctorum virorum epistolæ, 1. bindi, bls. 377 (bréf 375); sbr. Ole Worm,
Breve fra og til Ole Worm, i. bindi, bls. 160.
28 Bente Dam-Mikkelsen og Torben Lundbæk, Ethnographic Objects in the Royal Dan-
ish Kunstkammer: 1650–1800, Kaupmannahöfn: nationalmuseet, 1980, bls. xix-xx
(hér þýtt úr ensku).