Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 34

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 34
34 VALDiMAR TR. HAFSTEin sem Worm hafði sankað að sér á ferðalögum sínum mynduðu grunninn að safninu en þorra safngripanna aflaði hann síðar með bréfaskiptum. Worm var innvígður og innmúraður í alþjóðlegt tengslanet virtúósa út um alla Evrópu og var meðal annars í sambandi við fræga safnara á borð við Athanasius Kircher, Fabri de Peiresc, Achille Harlay, isaac Lapeyère og Jan de Laet.26 Auk safnara átti Worm þó einnig í bréfaskiptum við lækna, fornfræðinga og aðra lærða menn. Í svarbréfum Worm má reglulega finna vísanir í muni sem pennavinir hans ánöfnuðu safninu, en líka fjölmargar beiðnir á borð við þessa: „Ef þú rekst á eitthvað fágætt á ferðum þínum sem gæti auðgað safn mitt af nátt- úrugripum bið ég þig að hafa mig í huga.“27 Vöxt safnsins má því rekja í gegnum bréfasafn Worm og þar má einnig sjá hvert áhugi hans beindist á ólíkum tímabilum. Bréfin veita um leið innsýn í nálgun Worm á söfnunina og þar með hvernig þekking var sköpuð á þessum tíma. Langferðin og tengslanet þekkingar og virðingar lögðu þannig grunn- inn að safni Ole Worm í Kaupmannahöfn. Safnið hans var aftur sjálft hnit í þekkingarkerfi síðendurreisnarinnar; ungir langferðalangar höfðu við- dvöl í Kaupmannahöfn til að berja það augum og virtúósar annarra landa skiptust á bréfum, hlutum og upplýsingum við Ole Worm. Þegar hann lést árið 1654 var safnið hans í miklum metum og einum safngesti sagðist svo frá að í þessu safni: ... finnast og er hægt að skoða í forundran skrýtið og forvitnilegt fágæti og hluti sem fæstir hafa áður sést. Margir konunglegir gestir og erindrekar sem heimsækja Kaupmannahöfn biðja um að fá að sjá safnið sökum þess hve þekkt það er og hvað það getur kennt um framandi lönd, og þeir undrast og horfa með aðdáun á það sem fyrir augu ber.28 illustration of 1655“, Journal of the History of Collections, 2(1)/1990, bls. 81–85, hér bls. 81. 26 Sama rit, hér bls. 85. 27 „Si qvæ præterea in peregrinationibus tuis occurrant rara, qvæ thesaurum meum naturalem locupletare possing, mei memor ut sis rogo“, Ole Worm í bréfi til Christen Stougaard í Strasbourg, 19.05. og 13.10. 1628; Ole Worm, Olai Wormii et ad eum doctorum virorum epistolæ, 1. bindi, bls. 377 (bréf 375); sbr. Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, i. bindi, bls. 160. 28 Bente Dam-Mikkelsen og Torben Lundbæk, Ethnographic Objects in the Royal Dan- ish Kunstkammer: 1650–1800, Kaupmannahöfn: nationalmuseet, 1980, bls. xix-xx (hér þýtt úr ensku).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.