Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 67
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS
67
Hvammstanga og Stöng í Þjórsárdal en tveir síðarnefndu staðirnir eru
tengdir heimsóknum í Blöndustöð og Búrfellsstöð24.
Í tengslum við sýningu Hallsteins Sigurðssonar gaf Landsvirkjun út
sýningarskrá með skýringum á guðum og hugtökum úr goðafræði ásatrúar
eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing en bæklingurinn kom að auki út á
ensku undir heitinu What of the Gods.25 Hugmyndin að sýningunni og
hönnun hennar var í höndum þeirra Árna og Hallsteins auk Þorsteins
Hilmarssonar. Með því að gera Laxárstöð að heimkynnum goðanna tengir
Landsvirkjun orkuvinnslu sína við beislun frumkrafta heimsins og sköp-
unarsöguna eins og hún birtist í heimspeki og trú norrænna manna. Í
bæklingnum segir meðal annars: „The Sculptures are arranged in the
tunnels and vaults of Laxá Station, so that the visitors travel from the
world of men to that of the gods and back again“26. Starfsemi fyrirtækisins
fær með þessum hætti goðsögulegt og forsögulegt yfirbragð og stöðvar-
húsið verður heimur ímynda menningararfsins eins og þær eru túlkaðar úr
Eddukvæðunum af nútímalistamanni.
Í takt við tíðarandann
Landsvirkjun sýnir mikla breidd í stuðningi sínum við menningarstarf-
semi. Stærsta menningarverkefni Landsvirkjunar árið 2007 var kostunar-
samningur við Steingrím Eyfjörð vegna þátttöku hans fyrir Íslands hönd í
Feneyjatvíæringnum með sýninguna „Lóan er komin“. Kostun er aldrei
hlutlæg heldur viðskipti og Landsvirkjun samdi um að sýningin yrði sett
upp í Ljósafossstöð sumarið 2008 auk þess sem fyrirtækinu var heimilt að
nota list Steingríms við hönnun ársskýrslu og í auglýsingar og annað
kynningarefni.27 Ársskýrslan ber svipmót sýningarskrár en með henni
samsamar fyrirtækið sig eiginleikum frumkvöðulsins og framúrstefnulista-
mannsins sem stendur þó styrkum fótum á þjóðlegum minnum líkt og
titill sýningarinnar „Lóan er komin“ gefur til kynna.28
24 Combine nature and culture in your sightseeing, Reykjavík: Landsvirkjun, (e.d.), [Ártal
vantar].
25 Árni Björnsson, „Hvað er með ásum?“, sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar
myndhöggvara. Ferð um goðheima í Laxárstöð, Reykjavík: Landsvirkjun, (e.d).
26 „Höggmyndunum er komið fyrir í göngum og hvelfingum Laxárstöðvar þannig
að gestir ferðast úr mannheimum í goðheima og aftur til baka.“ Þýðing mín úr
bæklingnum Combine nature and culture in your sightseeing, bls. 3.
27 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008.
28 Landsvirkjun, Ársskýrsla 2007.