Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 63
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS
63
Hollvinur menningararfsins – „Arfur og orka“
Í framhaldi af samstarfinu um Reykjavík menningarborg árið 2000 gerði
Landsvirkjun samstarfssamning sem helsti bakhjarl Þjóðminjasafns Íslands
og var hann í gildi frá árinu 2001 til ársins 2005.13 Landsvirkjun stóð fyrir
stofnun hollvinasamtaka Þjóðminjasafnsins og Friðrik Sophusson, for-
stjóri fyrirtækisins, var fyrsti formaður þeirra. Markmiðið með samtökun-
um var að fá aðila úr atvinnulífinu til að koma að stuðningi við safnið og
létta undir fjárhagslegum rekstri þess. Friðrik Sophusson var alþingismað-
ur frá árinu 1978 til ársins 1998 og varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá
árinu 1981 til ársins 1989, og aftur frá árinu frá 1991 til ársins 1999. Hann
þekkti því vel til hugmynda flokksbræðra sinna og systra um aðkomu stór-
fyrirtækja og einkaframtaksins að menningarstarfsemi. Landsvirkjun var
persónugerð í forstjóranum, sem fékk jafnframt ímynd trausts og ábyrgs
velunnara og gæslumanns menningararfsins.
Framlag Landsvirkjunar til Þjóðminjasafnsins var meðal annars nýtt til
eflingar forvörslu og átaks í markaðsmálum og merkingu minjastaða víðs-
vegar um landið. Þá efndu Landsvirkjun og Þjóðminjasafnið til samstarfs
um ýmsar sérsýningar víða um land.
[Þjóðminjasafninu] þótti mikilvægt að fá Landsvirkjun í sam-
starf en það var þeim ekkert endilega neitt kappsmál að setja
upp sýningu í virkjun. Engu að síður féllust þau á að hafa þetta
atriði í samningnum og sögðust ef til vill geta sett upp nokkrar
ljósmyndir. Það breyttist hins vegar fljótt þegar þau sáu gall-
eríaðstöðuna í stöðinni og fóru á mikið hugarflug og lögðu fram
mikla vinnu og framkvæmdir á eigin reikning við að koma upp
veglegri sýningu. Það sama var uppi á teningnum í samstarfi
okkar varðandi safnadaga víða um land. Þeir drógu að fjölda
ferðamanna og gesta og þar fengum við rækilega kynningu á
okkar stöðum og starfsemi í leiðinni.14
Félagsfræðingurinn Victoria D. Alexander heldur því fram að menningar-
stofnanir í opinberri eigu þurfi fyrst og fremst að sinna pólitískum, fagleg-
Hjálmar Sveinsson, íslensk þýðing Árni Óskarsson og Hjálmar Sveinsson,
Reykjavík: Bjartur, ReykjavíkurAkademían, 2000, bls.10–43, hér bls. 15–18.
13 „Samstarfsaðilar“, Þjóðminjasafn Íslands (e.d.). Vefslóð: http://www.natmus.is/um-
safnid/samstarfsadilar/. Sótt 12. mars 2009.
14 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008.