Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Blaðsíða 9
SÖFnUn OG SýninGARRýMi
9
ist mætti lýsa sem ferli þar sem K. breytist í gest5, í „útlending“ sem stadd-
ur er í einskonar safni þar sem hann virðir framandlegt, helgisiðatengt
umhverfið fyrir sér í allmiklum smáatriðum. Raunar er þó sagt, ekki alveg
án kaldhæðni, að svo skuggsýnt sé að hann fái „varla greint nokkra hluti í
nærliggjandi hliðarskipi“ (bls. 168). Hann snýr sér við og sér loga „á háu
og sterklegu kerti sem fest var við súlu“ (bls. 168). Það var þó „allsendis
ófullnægjandi til að lýsa upp altarismyndirnar sem oftast héngu í myrkri
hliðaraltaranna, það jók miklu fremur á myrkrið“ (bls. 168–169). Ekki er
laust við að kirkjan minni hér á lýsingar sem til eru á sumum nítjándu aldar
söfnum fyrir tíma rafmagnsins, en þar gafst stundum dauf sýn á kraðak
misgreinanlegra muna. „Það var í senn skynsemi og ókurteisi af hálfu
Ítalans að koma ekki, það hefði ekki verið neitt að sjá, þeir hefðu orðið að
láta sér nægja að skoða nokkrar myndir þumlung fyrir þumlung í skininu
af vasaljósi K.“ (bls. 169) Hann kannar þessa aðferð með því að beina ljós-
inu á altarismynd í nálægri hliðarkapellu. „Það fyrsta, sem K. sá og að
hluta gat sér til um, var stór, brynjaður riddari sem sást á ystu brún mynd-
arinnar“ (bls. 169). Þetta grípur athygli K., „sem ekki hafði séð neinar
myndir í langan tíma“ (bls. 169). Jafnframt veltir hann fyrir sér hvað það sé
sem riddarinn horfi á með mikilli athygli. Hér er sem sagt um að ræða
tvöfalt „sjónarspil“. Þegar K. lætur ljósgeislann „líða yfir aðra hluta mynd-
arinnar kom hann auga á greftrun Krists í hefðbundinni framsetningu, það
var reyndar nýleg mynd. Hann stakk vasaljósinu á sig og sneri aftur til
sætis síns“ (bls. 169).6
Hann heldur síðan áfram könnunarferð sinni, grannskoðar stóran pre-
dikunarstól en kemur svo auga á kirkjuþjón og eltir hann. nú er K. sem sé
endanlega kominn í stöðu gestsins og hefur fengið leiðsögn annars. Og
vart hefur hann sagt skilið við kirkjuþjóninn þegar hann sér lítinn predik-
unarstól og þar fyrir neðan prest sem vindur sér upp í stólinn eftir að K.
hefur hneigt sig og gert krossmark. Áður en K. gefst ráðrúm til að draga
sig í hlé kallar presturinn nafn hans. Þeir ræða saman og prestur segir
síðan K. sögu. Hún er um mann utan af landi sem kemur til laganna, en
dyravörðurinn vill ekki hleypa honum inn – að minnsta kosti „ekki núna“
(bls. 175). Maðurinn bíður þar við inngang laganna það sem eftir er lífsins,
5 Heiti frumtextans, Der Prozeß, getur merkt í senn „réttarhöldin“ og „ferlið“.
6 Einhverjum finnst það vafalaust skipta máli að höfundurinn, sem skapaði þennan
listrýnanda er rekst á Kristsmynd, var gyðingur. Sjá grein mína „Krossfestingar.
„Tilraun um Kafka og kristindóm“, Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1999, bls. 346–366.